Heilbrigðistíðindi - 27.02.1871, Page 2

Heilbrigðistíðindi - 27.02.1871, Page 2
einhverja sjerstaka parta líkaraans (a: »localiserar« sig), og eptir því er henni líka skipt í ýmsa flokka. í fjárpestinni er það einkiim vinstrin (fjórði maginn í kindinni), sem vérður mjög blóðhlaupin, og lakinn grjólharður, en þó eru einnig hin inn- ýflin í kindinni meir eða minna blóðhlaupin. Orsakirnar til »Miltbrand« telja menn í öðrum löndtim ýmist sjerstaklega hrefi- legleika (Disposition) hjá dýrunum til að taka á móti pestar- efninu (Smittestoffet), sem myndast einkum á þeim stöðum, sem eru mýrlendir, og þar sem jarðvegurinn innheldur fúltvatn; hitar og þurrkar hjálpa hjer til að mynda pestarefnið. Sumpart segja menn, að orsakirnar liggi í skorti á drykkjarvatni, eða þegar það er fúlt, eins og líka í skemmdu, einkum myggluðu fóðri, snöggum umskiptum á haglendiogveðuráttu, þegarfeitumskepnum er gefið of mikið og kröptugt fóður, eða ef fóðrið á hinn bóginn er of lítið eða næringarlaust. Annars virðist »Miltbrand«-pestin að haga sjer nokkuð öðruvísi á sauðfje en á öðrum dýrum, t. a. m. nautum og svínum; því í þessum skepnum kviknar veikin helzt í miklum hitum á sumrin í þröngum dölum, þar sem jarðvegurinn er mýrlendur og loptið heilt og blandað ýrnsum skaðlegum efnum, er leggja upp af jörðunni. Hið rjetta heim- kynni pestarinnar er því í hinum suðlægari löndum (Svisslandi, Italíu, Suður-Frakklandi), og eru slíkir staðir kallaðir »Milt- brands-h)eruð«. Á Norðurlöndum er pest þessi miklu sjald- gæfari, en hún getur þó komið upp og þróazt alstaðar, jafn- ■vel þar, sem að frosthörkurnar eru afarmiklar, og þá einkum þar, sem skepnurnar eiga við harðrjetti að búa og sæta illri meðferð. Yfir höfuð er pestin miklu skæðari og sóttnæmis- efnið (Smittestoffet) kröptugra í nautpeningi og svínum en í sauðfje. Pestarefnið er mjög lífseigt, og getur haldið krapti sínum mánuðum saman, jafnvel ár, þar sem það loðir við (t. a. m. í fjárhúsum), ef það er eigi drepið með sóttvarnarmeð- ulurn ; enda er það eðli veiki þessarar, að liggja að mestu í dái um tíma, en þjóta svo upp aptur, þegar minnst vonum varir. þessi væru orstik í veikinni. Eu þetta er ekki neitt einkeuuilegt fyrir „Milt- brand“, því þau hafa einnig fundizt í blófeinu úr dýrurn, sem hafa haft ann- an sjúkdóm (t. a. m. kvefsótt). Húf.

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.