Heilbrigðistíðindi - 27.02.1871, Page 5
61
ar, er nægi tii að opna æðina. Snmir taka líka kindum blóð
á þann hátt, að þeir gjöra skurð í dindiiinn að neðanverðu,
eða jafnvel skella einn lið aptan af honum. En ef sú aðferð
er brúkuð, mun naumastblæða svo mikið, að gagn sje að, því
ekkert veitir af, að maður láli blæða allt að mörk úr kindinni,
einkum ef hún er væn og feit. Beninni er lokað með títuprjóni,
sem stungið er í gegnum skinnið og tvinna bundið um fyrir
ofan. Títuprjóninn má taka burt eptir 4 daga. Það er sjálf-
sagt, að kindin verður að vera inni meðan hún er veik, og á
að gefa henni í minna lagi en gott valllendishey (þó eigi töðu).
Gott er það og einnig, að blanda góðri sýru (helzt brenni-
steinssýru eða ediki) saman við drykkjarvatnið banda kindinni,
meðan hún er veik, en eigi má það vera meira en svo, að
drykkurinn að eins verði ísúr. Hjer skai og þess getið, að
nokkrir hjer á landi hafa reynt að gefa kindum, sem pestin er
komin í, dálítið af tjöru, sem þeir hafa vafið skæni utan um,
og svo látið kindina renna því niður. Hafa þeir sagt, að þetta
hafi stundum gefizt vel.
Mörg önnur meðul eru brúkuð við veiki þessari, en það
er bæði, að þau eru ofdýr til að brúkast almennt, enda verða
þau trauðla noluð nema með læknis-umsjón.
það er alveg rangt, að brúka kjöt af pestarfje til mann-
eldis; því þótt menn taki eigi undir eins eptir afleiðingunum, þá er
þó óvíst, hversu mikinn þátt þess háttar fæða getur átt í hin-
um almennu sjúkdómurn hjer á landi (t. a. m. taugaveikinni,
sem í eðli sínu er næsta skyld fjárpestinni). Fjárpestin er ó-
efað næmur sjúkdómur, og því þurfa menn að gæta allrar var-
úðar í meðferð pestarkinda. Rjettast er að grafa þær kindur,
sem drepast úr pestinni, með öllu á einhverjum afviknum stað,
þar sem fje kemur ekki vanalega. Noti maður ullina — og
það munu flestir vilja —, þá á hún að svælast rækilega með
Chlorkalki; en hitt af kindinni ætti ætíð að grafast vel í jörðu.
tað væri annars æskilegt, að hver hreppstjóri vildi gefa
sýslumanni skýrslu um, hvað margt fje drepst úr bráðapest í
hans hreppi á vetri hverjum; hve nær hún byrjar og hættir.
Sýslumennirnir ættu svo að senda amtmanni eða þá dýralækni,