Heilbrigðistíðindi - 27.02.1871, Page 3
59
Það, sern einkum gjörir, að veiki þessi er svo mjög skæð
víða hjer á landi, er óefað hin illa meðferð á fje, sein hjer er allt of
almenn. Snögg urnskipti á hita og kulda er eitthvað hið versta í
þessari veiki; en það er mjög almennt hjer, að fjeð er tekið úr
þröngu og heitu fjárhúsi á hverjum morgni, rekið út í grimmdar-
frost og látið standa á beit allan daginn. tetta er mjög skaðlegt,
en heybyrgðir manna gjöra, að hjá þessu verður eigi komizt
víða. Fjárhúsin þurfa að vera rúmgóð, björt, eigi mjög heit,
en einkum ríður á, að nægur loptstraumur sje í þeim. Áríðandi
er að halda þeim kindum inni, sem pestin er farin að heim-
sækja, þegar rnikið frost er eða hrím á jörðu, og að gefa þeim
í minna iagi, en gott valllendishey; einkum virðist hrímið að
vera mjög skaðlegt fyrir pestarfje. Nauðsynlegt væri og einnig,
að gefa kindunum dálitla tuggu, áður þeim er beitt út; það
er þeim miklu hollara, en að gefa þeim hana á kvöldin, þegar
búið er að hýsa, eins og sumir hafa fyrir venju ; það er og áríð-
andi, að fjeð haíi nægt og gott vatn að drekka.
Af meðulum, til að varna pestinni, er glaubcrsaltið hið ó-
dýrasta og það, sem hægast er um hönd að hafa. Af
salti þessu má gefa fullorðinni kind sem svari 5 eða 6 lóð-
um, uppleystum í volgu vatui, lömbum verður maður að gefa
minna, hjer um bil 3 til 4 lóð. Það er nauðsynlegt að brúka
glaubersaltið handa öllum kindum í þeim ílokki, sem pestin
heimsækir, og það tvisvar sinnum í hverjum mánuði, meðan
tjeð er haft inni og um þann tíma, sem pestin er vön að vera
skæðust, með tveggja tii þriggja daga millibili í hvert sinn.
Glaubersaltið hefur þá verkun, að það hlevpir á fjeð og þynrr-
ir blóðið, svo blóðrásin í líkamanum verður líflegri og betri.
En pest þessi hefur einmitt það í för rneð sjer, að blóðið
verður þykkt og streymir treglega gegnum æðarnar; eins fylg-
ír henni og nærri því arfinlega stífla (Forstoppelse) í þörrnun-
um eða lakanum og þar af ieiðandi uppþemba (Trommesyge),
sem drepur skepnuna á mjög stuttum tíma, ef eigi er að gjört.
Fjárhús þau, sem pestin hefur sýnt sig í, eiga að svælast
innan með Chlórkalki. Maður við hefur Chlorkalkið á þann
hátt, að maður tekur sem svarar tveimur teskeiðum af því,