Heilbrigðistíðindi - 27.02.1871, Blaðsíða 4

Heilbrigðistíðindi - 27.02.1871, Blaðsíða 4
60 lætur það í leir- eða trjebolla og hellir á einum spa*ni af vaíni, og hrærir svo í öllu með trjespaða. Bollann settir maður nú á óhultan stað í fjárhúsinu, og leggur þar upp af allmegnan Chlordaun. Þegar dauninn fer að dofna í fjárhúsinu, þarf rnað- ur að endurnýja Chlorkalkið. Auk þess að Chlordauninn er sóttdrepandi, þannig að hann drepur pestarefni það, er loðir við hvað eina í fjárhúsinu, verkar hann einnig sem lyf á kind- ina, um leið og hún andar honum að sjer í fjárhúsinú, og því er nauðsynlegt að við hafa hann. Hafist eigi Chlorkalk, má í þess stað svæla fjárhúsið innan með viðarkolaglæðum (bezt einirkol), sem látnar eru kulna út á hellu í fjárhúsinu. Líka getur maður brúkað tjöru til að svæla með. En þetta þarf að gjörast opt, að minnsta kosti annanhvorn dag. Þegar pestin er hlaupin í kindina, er sjaldan ráðrúm til að reyna mikið við hana, því hún drepst optast nær á mjög stuttum líma. Hin fyrgreinda uppþemba, sem nærri því ætíð fylgir veiki þessari, er það, sem einna helzt hjálpar til aö gjöra undir eins út af við skepnuna. Maður verður því þegar að beila þeim ráðum, sem völ er á, og verður þá fyrst fyrir að hella ofan í kindina vænum skamti af glaubersalti uppleystu i volgu vatni; einnig mætti setja henni pípu. Þegar eigi heppn- ast með meðulum að lina uppþembuna, eru dvralæknar vanir að stinga á kindinni með renninál (Trocar) og hleypa vindinum nt á þann hátt. En það er bæði, að aðferð þessi er hættuleg, enda vantar almenning verkfærið til að gjöra það með. Blóð- taka á einnig vel við pest þessa, því hún þynnir blóðið, örfar þar með rás þess í gegnum æðarnar og lokkar það frá inn- ýflunum til ytri parta kroppsins. Einkum er áríðandi að taka ungum og feitum kindum blóð, undir eins og veikin fer að brydda á sjer í skepnunni. En eigi nokkurt gagn að verða af blóðtökunni, þá verður að blæða vel úr kindinni. Maður tekur blóð á hálsæðinni, sem liggur við efri brún barkans, þannig, að maðnr klippir ullina vel af, stemmir svo fyrir æð- ina með fingrunum og stingur svo inn í hana með oddinum á tvíeggjuðum hníli (Lancet); en maður verður að gæta þess, að einungis svo mikið af blaði hnífsins standi fram f'yrir fingurn-

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.