Heilbrigðistíðindi - 27.02.1871, Blaðsíða 7
63
ur, hleypur fram og aptur, snýst í liring og vill jafnvel stund-
urn bíta allt það, sem fyrir honum verður. Máttleysið er ætið
mest í apturparti hundsins, og það er eigi sjaldgæft, að afl-
leysi þetta við helzt eptir að hundurinn að öðru leyti er orðinn
albata. Eins ber það líka opt við, að bundurinn verður líkt
sem hálf-truflaður eptir veikina, ef höfuðverkurinn hefur verið
mjög megn. Sjónleysi eða sjóndepra fylgir líka þráfaldlega
veiki þessari.
Það er sannreynt, að hundaveikin í öðrum löndum er nœm,
og víst er um það, að hundaveiki sú, er nú geisar hjer, lík-
ist hinni útlendu einnig í því. I'eir hundar, sem hafa fengið
veikina erlendis einu sinni, fá hana ekki aptur; enda ætla
margir, að orsökin til, að fullorðnir hundar fá eigi veikina, sje
einmitt sú, að allir hvolpar hafi fengið snert afhenni, þótt menn
hafi eigi ætíð tekið eptir því. Vjer álítum vafalaust, að hið
sama eigi sjer stað með þá hundaveiki, er nú geisar hjer (eins
og annars með allar landfarsóttir, »Epizootier«); en þar eð nú
eru 16 ár síðan hundaveikin seinasla fór yfir landið, þá er
sjálfsagt, að gandir hundar verða eins að fá þessa veiki, eins
og ungir; því fáir munu þeir hundar vera lifandi nú, er fengu
veikina 1855. I’að væri annars fróðlegt, ef menn vildu taka
eptir og skýra frá, hvort þeir hundar, sem nú eru á íslandi,
og fengið hafa hina almennu hundaveiki í Höfn eða annarstað-
ar eiiendis, — slyppu hjá þessari veiki. Ef svo er, virðist tví-
mælalaust, að hin erlenda veiki og sú, er nú gengur hjá oss,
sjeu alveg samkynja.
Þar eð óefað má álíta, að orsökin til veikinnar sje afsýk-
ing (Smitte), sem lifnaðarháttur dýra þessara hjer á landi og
ýms önnur atvik gjöra enn þá skæðari, þá er sjálfsagt, að mest
ríður á, að koma í veg fyrir, að veikir hundar nái samgöngu
við heilbrigða ; enda hafa sumir reynt, að láta hunda sína út
í eyjar, þangað sem búa-hundar koma eigi, eða halda þeim
innibyrgðum, meðan veikin hefur geisað, og hafa þeir á þann
hátt frelsað þá frá því, að sýkjast. Annars ríður mest á, að
passa hundana vel; sjá um, að þeir fái nóg að jeta (einkum
kjötmeti), láta þá eigi liggja úti um nætur, og yfir höfuð gæta