Heilbrigðistíðindi - 30.06.1871, Síða 3
91
UM-ÁFENGA DRYKKI.
Það hefur Iengi verið einhver hinn almennasti löstur manna,
að fjöldi þeirra hafa verið allt of mjög hneigðir fyrir áfenga
drykki, og það af ýmsn tægi. Norðurlandabúar hafa yfir höfuð
opt fengið orð fyrir það, að þeim þætti góður sopinn, og satt
að segja höfum við íslendingar eigi farið varhluta af brigzl-
yrðum í þessa átt, eins og sjá má af ýmsum stökum og ljóð-
mælum. Þannig kvað Jónas heitinn Hallgrímsson: «Þeir lifa
þar af mysu og mjólk, ogmestá brennivíni», og líkt má finna í
Sldpafregn, og ótal öðrum Ijóðmælum. Satt að segja getum
við með engu móti neitað því, að hjer er drukkið helmingi
meira af brennivíni og öðrum áfengum öldrykkjum, en vera
bæri. Það var raunar sá tíminn, að menn hjeldu, að ölföng
væru nauðsynleg fyrir heilsuna, að þau ættu að styrkja mann
o. s. frv., en hinar röngu skoðanir, er lágu til grundvallar
fyrir þessu, eru fyrirlöngu hraktar. Brennivín hefur alls enga
næringu í sjer ; það espar að eins blóðrásina í svipinn, eykur
um stundarsakir hita líkamans, en þessum áhrifum þess fylgir
linleikur í öllum líkamanum eptir á. Drukkna menn kell langt-
um fljótara en þá, sem ódrukknir eru, og leggi drukkinn mað-
ur sig til að sofa úti á víðavangi í köldu veðri, gelur hann
dáið, þar sem hinn ódrukkni kæmist vel af. Drukknir menn
deyja og afar-fljótt í vötnum og sjó, og dæmi eru til, að drukknir
menn, sem að eins hafa dottið útbyrðis í lendingu, eða los-
azt við hesta í ám, hafa svo að kalla þá þegar verið steindauðir.
Enn auk þess að brennivinið getur orðið mönnum að bráð-
um bana, þá er það og orðið óyggjandi, að það, einkurn þegar
það er drukkið í óhófi, eyðileggur heilsu manna og styttir opt
lífdaga þeirra nærfellt um allan þriðjung. ÁEngland'i hafa menn
það fyrir satt, að ungir menn, sem fari að drekka um tvítugt,
missi að öllum jafnaði 25 ár af æfi sinni. Þeir, sem fyrst
fara að drekka, þegar á apturfararskeið æfinnar er komið, þola
það að vísu betur, en þó er það reglan, að heilsa þeirra bilar
og lífdagar þeirra styttast við ofnautn áfengra drykkja. Þau
líffæri, er vanalega fyrst bila á öllum drykkjumönnum, er mag-
inn; þeir missa stundum matarlöngun og af því leiðir, að öll