Heilbrigðistíðindi - 30.06.1871, Síða 6

Heilbrigðistíðindi - 30.06.1871, Síða 6
94 fyr nefnda skipi dó 1 í sóttvarnarhúsinu. Það er svo sem náttúrlegt, að skipstjóri Burette, sem fór heim, hafl sagt frá, hvernig bjer leit út, þegar hann fór hjeðan, og með því að enginn gat fyrirfram vitað, hve mikið mundi verða úr þessari bóluveiki, hafa hlutaðeigendur þar orðið hræddir við þessar frjettir og líkast til hugsað sjer, að ekki að eins flestallir fiski- mennirnir, heldur jafnvel íslendingar sjálfir mundu þurfa hjálpar með. Þetta virðist hafa gefið tiiefni til, að stjórnin rjeðst í það, að senda hingað skip með 4 læknum, 2 lyfjabúðum og öllum áhöldum fyrir hjer um bil 200 manns. Skip þetta var mjög vel út búið, og kom hingað hinn 13. þ. m., en þá voru eptir í spítalanum ekki nema 2 af hinnm bóluveiku, því hinir allir fóru hjeðan allæknaðir hinn 7. maí. t*eir 2, sem eptir höfðu verið, voru hásetarnir Baivin og Grenier, báðir af skip- inu Charles, og voru þeir þá báðir búnir að vera á ferli meir en mánaðartíma. Þeir voru þá þegar fluttir um borð á spí- talaskipið «la Bievre», en með því að þeir vildu heldur fara á sitt eigið skip til að fiska, og það var komið hjer um sama leytið, voru þeir fluttir yfir á það. Þannig er þá bóluveikinni, eptir því sem frekast verður sjeð, nú út rýmt úr landinu í þetta skiptið, og má þakka það ötulleik þeim, sem stiptamtmaður og landfógeti sýndu í því, að stofna sóttvörnina svo fljótt, sem auðið var, enda hafa þeir ekkert látið eptir liggja, sem gat stutt að því, að hinum veiku yrði sem bezt hjálp veitt. En þó þetta virðist nú að hafa viljað heppilega til, og það heppilegar, en vant er að vera, þar sem slíkan sjúkdóm ber að höndum að mönnum óviðbúnum, þá ættu menn þó að hafa stöðugar gætur á þessu málefni, því bólan er enn þá mjög útbreidd um allt Frakkland og England, og kveður svo mjög að því, að í Lundúnum deyja enn hjer um bil 300 manns á hverri viku. Daglega koma og fram fleiri og fleiri dæmi þess, hvernig bóluveikin berst landa á milli í fötum og klæðum, rjett eins og hjer átti sjer stað, þegar stóra- bóla kom hjer 1707, því hún kom einmitt í fötum frá Kaup- mannahöfn. Vjer fáum nú hjer til landsins klæði og ýmislega aðra ullar- og baðmullardúka frá Hamborg og öðrum stöðum,

x

Heilbrigðistíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.