Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Blaðsíða 3

Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Blaðsíða 3
Hversu opt hafa menn eigi haldið, að taugaveikin gangi mann frá manni, þar sem það síðar hefur sannazt, að hún hefur ált upptök sin að rekja til almennrar, en óþekktrar sjúkdómsorsak- ar. í’etta átti sjer stað á Engiandi í Windsoreastle, þegar rnaður Victoríu drottningar lagðist þar í taugaveiki, sem dró hann til bana, að þá lögðust einmitt margir í sarna hluta bæj- arins, þó alls enga umgengni hefðu þeir sín á millj, og dó fjöldi af þeim. Nú var farið að gá að orsökinni, og fundu menn þá, að vatnstokkarnir, sem vatnið rann í einmitt í þessum parti bæjarins, voru gjörsamlega rotnir. 1842 gekk taugaveiki allmikil í gö.tu þeirri í Kaupmannahöfn, er Amahegade heitir, og fóru úr henni margir merkir menn. Þetta þótti mönnum kynlegt, því að gatan er bæði breið og hreinleg yör að líta, en hjer kom upp alveg hið sama og í Windsorcastle; vatns- rennurnar voru alveg fúnar, og vatnið rotið. JNokkrum árum síðar, 1845?, kom sama fyrir í stræti því, er Fridriksíerggade heitir, og kvað svo mikið að sótlinni, að loka varð götunni og girða fyrir með hermönnum. Þar fundu menn eigi einungis vatnsrennur og vatn rotið, heldur var grundvöliurinn undir hús- unum orðinn svo gegnumrunninn af þessu, að strætið þótti óbyggilegt um tíma. Þegar jeg íhuga laugaveiki þá og hina ill- kynjuðu heimakomusótt, sem hjer gekk í fyrra, og sem var ó- siðvanalega illkynjuð, og byrjaði hjer rjett eptir lestir, þegar göt- urnar um tíma höfðti verið fullar af hrossataði og þvagi, þá get jeg eigi ímyndað mjer annað, en að illar gufur af rotnuð- um dýraefnum haö átt .þátt í henni. Jeg tók eptir því, að ýmsir menn kvörtuðu yör því fyrir mjer, að þeir fyndu til sjer- stakrar limpu, og einn rnaður sagði mjer, að sjer batnaði þetta alveg, er bann væri á ferð fyrir utan bæinn, en fyndi meir eða minna til hennar, er han.n \æri í bænum. Eigi má ímynda sjer, að nokkuð sóttnæmi sje syo, að það taki alla staðarbúa eða megnið af þeim, hversu óhollar gufur ,sem í bænum eru; slíkt hefur sjaldan átt sjer stað, nema í hinum allra-örgustu drepsóttum, og læknar játa, að þótt pestin sje upp.á hið versta í Constantinopel, þá verði sjaldan meir en hver 10. maður fyrir henni. Taugaveikin er að vísu sóttnæm, það vita allir, en 3*

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.