Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Blaðsíða 11

Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Blaðsíða 11
pólitiskur «Fusker», hefur nýlega Ijóst tekið fram, hve nauð- synlegir þeir geti orðið. fað er gamalt máltœki, að «margurverði af gullinu ginnt- ur», eins og hitt er líka dagsanna, að «það er ei allt gull, sem glóir». Eðlir málmar, semsje silfur og gull, eru að vísu nauð- synlegir í viðskiptum manna, en harðir verða þeir þó undir tönninni, þegar menn hafa ofkeypt þá svoleiðis fyrir þarfavöru, að menn standa svo að segja bersnauðir eptir af henni. OII þarfavara er eigi lengi að komast í geypiverð, þegar hana vant- ar, og þá stoðar nú opt lítið, þó menn hafi hrúguraf gulli og silfri. Sem dæmi upp á þetta vil jeg geta þess, að þegar gull- námurnar i Kaliforníu voru fyrst fundnar, þá komst korntunn- an þar í 80 rd,, og skór eða stígvjel í 40—60 rd. Ær hafa hjer rjett nýlega verið seldar fyrir 10rd., og þykir mörgum það hátt verð, en það verður í raun og veru harðla lítið, þeg- ar menn hafa skynsamlegt tillit til þess, hve mikla þarfavöru 1 ær gefur af sjer á ári. Setjum nú t. a. m., að maður á vordag eigi 100 lambær, og selji þær allar eptir þessu verði, og fengi þá fyrir þær 1000 rd. Ilin löglega renta af þessum 1000 rd. eru 40 rd., og kaupmannarentan hæsta 60 rd. Ef við nú berum þetta saman við það, sem þessar ær gefa af sjer um sumartímann, þá verður áætlunin þannig: Ullina af hverri á gjöri jeg 3 pund, en það verður eptir nú gildandi verði hjer um bil ..........................................2rd. «sk. Mjólkina nndan ánni eptir fráfærur gjöri jeg samkvæmt gamalli áætlun að 40 pottum, og þó maður reikni hvern pott eigi meira, en á 4 sk., þá eru það............................................1 ■— 64 — Lambið að haustlagi gjöri jeg . . . . . 2 — 48 — Samtals 6 — 16 — Þetta gjörir fyrir 100 ær ...... 616 — 64 — eða hjer um bil 15 föld renta á móti því, er maðurinn mundi hafa af þeim 1000 rd., sem hann fengi fyrir 100 ær. Mennirnir, sem selt hafa 100 ær, hafa eptir þessu skilið sig við kapítal, sem sjalfsagt gefur 8 sinnum meiri nettórentu af því, en hann fær af einum 1000 rdl., því jeg get ómögulega

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.