Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Blaðsíða 12

Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Blaðsíða 12
44 gjört kostnaðinn fyrir 100 ær um árið meira, en sem svari helmingnum af þeirri inntekt, sem ærnar gefa af sjer. — J>eg- ar menn íhuga þetta nákvæmlega, þá getjeg ómögulega skilið annað, en ailar þenkjandi, skynsamar verur tnuni sjá, hvað af því flýtur, þegar hið pólitíska mark og mið einungis er látið vera frjáls verzlun og verzlunarkeppni. — Jeg vil nú að þessu sinni eigi fara neinum orðum um það, hve alveg eyðileggjandi fyrir land og lýð fjártaka sú muni verða, sem hjer hefur tíðk- azt á hinum seinni tímum, en það ætla jeg öllum skynsömum mönnum, að þeir sjái það betur, hvaraðrekur, og hvílík vand- ræði nú vofa yfir landinu af verzlunaraðferð þeirri með landsins nauðsynjavörur, sem tíðkazt hefur hin seinni árin. Jeg ætla nú eigi að fara neinum orðum um það, hversu landið nú ár eptir ár er meira og meira uppfyllt af hinni örgustu og óþörfustu vöru, en það verður hverjum manni að ofbjóða, þegar hann sjer, að munaðarvaran og ýrnislegur óþarfi hefur árið 1868 numið 6 tunnum gulls, eða liðuglega það. Þegar jeg nú lít á allar þessar athafnir frá læknislegu sjónarmiði, þá get jeg ei annað, en sárvorkennt löndum mínum og blindni þeirra, því það er e,i einungis hinn arðberandi og nauðsynlegi fjárstofn, sem fer út úr landinu, iteldur eru matvælin flutt út á þann hátt, að til vandræða verður að horfa, þegar minnst varir. Jeg skil í sannleika ekki, hvernig vinnufólk á að halda fullum kröpt- um og unglingar eiga að geta vaxið og náð fullum þroska, þegar aðalbjörg manna er að miklu ieyti fólgin í þeirri löknstu fæðu, sem landið hefur fram að bjóða. Vatnsgrautar og brennt kaffi með hertum grásleppum og þorskahöfðum er sannarlega Ijett og ónýt fæða fyrir erfiðismanninn, og enginn þarf að bú- ast við því, að unglingar fái góðan viðgang af slíkri fæðu, þeg- ar til lengdar leikur. Skoðað frá þessu sjónarmiði, álít jeg það vera rjett, a.ð nú eigi íslendingar að vara sig, og sjá hvar þá ber að, því það er seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dautt, en barnið getur dottið í brunninn fyr en varir, ef menn hafa ei gát á óvitannm. Slíkt gát og ábyrgðin á því hvíiir í raun og veru mótmælalaust á þeim, sem eigaað stjórna landinu, hvort sem það heldur er alþingi eða einhver önnur

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.