Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Blaðsíða 14

Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Blaðsíða 14
'iG þær til, er einkum spretta í skugga og lilje, þar til nefni jeg burknann. 7. Nær jurtum er safnað, skulu þær, áður en þurrkast eður til brúkunar takast, vandlega hreinsast frá öllum óhrein- indum, moldu, ryki, kóngurófar- og orma-vefum, samt öllu því, er eigi til þeirra heyrir; sömuleiðis skulu þeir skemmdu partar jurtarinnar, svo sem visnuð og rotin blöð, fúnar og klofnar rætur o. s. frv., burt takast. 8. Skulu þær svoleiðis hreinsuðu jurtir, svo fljótt sem verður, þurrkast; skeður það á ýmsan hátt, t. d. á vindsvölum loptum, annaðhvort svoleiðis að jurtirnar séu þunnt breiddar á þvílíkt lopt, eða, sem jeg held betra og samkvæmara vorum efnum, að hafa mjög smáriðin net eður ljereptsdúka þunna á böndum upp við sperrur eður lopt, og á þau þannig útþanin að breiða jurtirnar; binda má og stórar jurtir, eina og eina fyrir sig, á stög, og þannig þurrka. Á líkan liátt þurrkast rætur, með því móti að gegnum þær sje stungið mjóum þræði, liverja eptir aðra, með rúrau þumlungs-millibili, og þræðir þessir útspenntir á góðu þerriplázi, og mun litlu saka, þó í sólu sjeu. Ágætt er að þurrka jurtir, einkum blöð og blómstur, nærri kakalofnum, eður yflr þeim; líka kynnu þeir partar jurtanna henluglega þurrkast í stórum potti yflr glæðum, með því móti að breiddur sje á botn hans hreinn dúkur eður pappír, og jurtirnar þar á látnar. Þá er hiti pottsins mátulega sterkur, er fullorðinn maður, ei allt of' fínhentur, þolir að halda hendi sinni eður lófa um stuud á botni pottsins. Höfuðreglan, liver mátinn sem brúkaður er, skal þessi, að ætíð sjeu jurtirnar þunnt breiddar, og enda sje þeim opt snúið, að sein lljótast nái að þorna. 9. Er ei minni vandi að geyma pær þurrlcuðu jurtir; skeður það ei til nokkurs gagns í ljerepts- eður ullarpokum, heldur útheimtast hjer til flöskur, Itrukltur, eður önnur held ílát, sem gjörð eru úr eik, hver áður sjeu vandlega þurrkuð. Fullvet má hjer til brúka eikarstokka, eður kassa með drag- lokum yfir, sem sjeu vatnsheldir, og sje pappír límdur innan í þá. Betra er að taka, í staðinn tóms vatns á lím þetta til

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.