Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Blaðsíða 15

Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Blaðsíða 15
47 jukks, seyði af horblöðku, þar lu'in með remnui sinni ver möl og öðrum skriðkvikindum að komast til jurtanna. Öll þau blómsturblöð og rætur, er hafa sterka eður kryddaða lykt, ættu fyrst smátt að skerast, síðan látast á fiöskur með góðum tappa í, og þannig til brúkunar að geymast. Fyrir utan þær heilu jurtireru fylgjandi partar þeirra helzt til brúkunar teknir, svo sem rcetur, blöð, börlcur, blómstur, ber, frœ, mosar og paug. UM ÝMSAIÍ ÍSLENZKAIi LÆKNISJCRTIR. (Framhald frá bls. 83). 3. I grasafræði Odds sáluga bróður mins er þess getið, að blóðbergið sje gott við niðurfallssýki, kvefl, harðlífi, svefn- leysi, og nokkrum öðruin sjúkdómum, er þar eru tilgreindir. Að því er hinum fyrsta af þessum sjúkdómum við víkur, það er að segja niðurfallssýkinni, þá efast jeg um, að blóðbergið geti verið nokkurt áreiðanlegt lyf gegn þeim kvilla. Að það alls eigi skaði slíka sjúklinga, þykir mjer efunarlaust, en að það lækni verulega niðurfallssýki (eða krampaslög), efast jeg um, og veit af eigin reynslu engin dæmi til þess. í kvefl og hósta álít jeg það aptur á móti rnikið hollan drykk, sem menn allajafna ættu um hönd að hafa, þar sem eigi næst til annara lyfja, eða við hafa það jafnframt öðrum lyfjum frá læknum eða lyfjabúð- um, þegar þau geta fengizt. Á móti svefnleysi get jeg ímyndað mjer að blóðbergs- seyði sje gott lyf, því að með því að svefnleysi kemur opt af slæmri og ófullkominni meltingu, þá er það auðvitað, að aill, sem styrkir meltinguna, einnig getur bætt svefnleysið. í þessu efni að greinir blóðbergsseyðið sig frá hinu vanalega Congote- vatni, sem opt veldur svefnleysi, enda hef jeg þekkt marga, þar sem svo mjög hefur kveðið að þessu, að þegar þeir hafa drukkið «Congotevatn» að kveldi, hafa þeir eigi getað soflð hálfa nóttina. 4. Það er almenn trú sumra grasafrœðinga, að blóð- bergsseyði örvi tíðir kvenna, og sje þess vegna gott ráð við

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.