Heilbrigðistíðindi - 01.06.1879, Blaðsíða 2

Heilbrigðistíðindi - 01.06.1879, Blaðsíða 2
r 42 náð yfirráðum yfir; „hinir rauðu menn", frumbyggjar Vesturheims, fækka ár frá ári, og er mest um kennt brennivinsdrykkju, sem þeir hafa numið af hinum hvitu mönnum, sem tekið hafa land þeirra undir sig. Hið sama kemur fram á Indlandi ; áður en Englar náðu þar yfirráðum, þekktu landsmenn því nær eigi þennan banvæna löst, en nú er hann orðinn þar hryggilega al- mennur. Á Englandi hafa bæði hófsemdarfjelög og bindindisfjelög verið stofnuð fyrir mörgum árum, í því skyni að reisa skorður við þessum skaðlega lesti; fje- lög þessi hafa að vísu verið í sambandi við kristindóm- inn, og hafa mestan og beztan stuðning af sönnumját- endum hans, en þau hafa ekki beinlínis komið fram í kristindómsins nafni ogbyggt á hans grundvelli, held- ur hafa þau verið stofnuð á grundvelli almennrar mann- úðar og mannástar. En á hinum síðari árum hefir kennilýðurinn á Englandi gefið þessu mikilsvarðanda málefni alvarlegan gaum, og skipað nefndir manna úr sínum flokki til að hugleiða það ítarlega. 1862 stofn- aði enska kirkjan bindindisfjelag sitt, og hafði það i lögum, að enginn fjelagsmaður mætti neyta nokkurra áfengra drykkja. Lög fjelagsins voru endurskoðuð 1871, og öllu fyrirkomulagi fjelagsins hagað eptir til- lögum nefnda þeirra, er skipaðar höfðu verið. í Qe- laginu eru nú menn aföllum stjettum, konur sem karl- ar. Drottningin á Englandi er verndari fjelagsins, báð- ir erkibiskupar landsins eru forsetar, biskupamir eru varaforsetar, svo eigi skortir fylgi hinna tignustu manna landsins. Bindindisfjelag þetta lætur á ári hverju flytja prjedikanir um bindindi víðsvegar í landinu, bæði í stórbæjum og til sveita, og vill koma því á, að slíkar prjedikanir verði fluttar í hverri kirkju; stjórn fjelagsins lætur sjer umhugað um, að fá hina beztu kennimenn til þessa starfa. Svo lætur og fjelags-stjórn- in jafnaðarlega halda fundi, til að ræða um bindindis-

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.