Heilbrigðistíðindi - 01.06.1879, Blaðsíða 8
48
Reykholtsdal má enn sjá baðhús það, er sagt er að Sturlungar hafi
viðhaft þar á þeirra tíð. þ>að er einfalt og byggt úr stuðlabergi, og svo
rammbyggt, að það má enn vel viðhafa það. Jeg þekki ekkert betra
meðal gegn þeirri gigt, sem nú þjáir fjölda eldri og yngri manna, held-
ur en iðulega brúkun slíkra baða. Líka mætti á mörgum stöðum við-
hafa góð strandböð, að jeg eigi tali um ölkelduböð, sem eru öllum böð-
um þægilegri og hin beztu gegn ýmsum gigtarsjúkdómum og ýmsum öðr-
um þeim náskyldum sjúkdómum.
Eldsuppkomu fyrir Reykjanesi
þann 30. maí nálægt Geirfuglaskerjum sáu menn vel frá Kirkjuvogi í
Höfnum, og eins daginn eptir, þann 31., á að gizka þaðan 12 vikur
sjáfar, en skemmstu leið frá yzta tanga á Reykjanesi 8 vikur. Með
júnímánuði komu vestan-útnyrðings-bræluvindar með svartaþoku, sam-
fieytt í 13—14 daga, svo að ekki var ratfært á sjó nje landi nema á
vissum vegum, en þokulaust alstaðar fyrir innan, í Keflavík, Njarðvík-
um og Garði, og eins í Grindavík, sem menn hjeldu að stæði af eld-
inum. Rjett áður en upp birti, kom öskufall, sem vel sá á grasi; gjörði
þá þjettar skúrir og birti upp með sífelldum þurrki síðan. Sást þá
verða vart við eldinn að eins og svo ekki optar mánuðinn út.
I Grindavík og einkanlega í Höfnum hefur verið einstakt fiski-
leysi frá lokum og til lesta, að menn muna ekki slíkt, eins á Miðnesi,
en góður afli strax fyrir innan Skaga og einkanlega inn á Sviði allt
vorið; svo það lítur út fyrir að fiskurinn hafi flúið undan eldinum. Ekki
hefur verið getið um, að menn hafi orðið varir við vikur, og ekki held-
ur jarðskjálpta við þessa eldsuppkomu, og heldur engin vissa fyrir, hve
nærri Geirfuglaskerjum að eldurinn var að brenna.
Ritað 12. júlí 1879.
B. Guffmuudsson.
Útgefandi: J. Hjaltalín, landlæknir.
Prentsmiðja ísafoldar. — Sigm. Guðmundsson.