Heilbrigðistíðindi - 01.06.1879, Blaðsíða 6
46
þegar barnið er dautt“, segir máltækið, og eins er
með það, að það er illt að útvega gott neyzluvatn,
þegar það fer almennt að þrjóta. þ>að væri hin mesta
nauðsyn á, að allir brunnar og önnur góð vatnsból
væru eigi látin standa opin, eins og almennt tíðkast,
heldur væru þeir nokkurn veginn byrgðir, svo að þeir
eigi næðu að fyllast af sandfoki eða ýmsum óþverra,
en við þessu er allra hættast, þegar miklir þurrkar
ganga. Ilið bezta ráð til að hreinsa slæmt neyzluvatn
er, að síja það gegn um nýbrennd viðarkol, og eru
kol tilbúin af einir hin ágætustu til þess. Bæði á
Englandi og nærfellt um alla Norðurálfuna hafa menn
nú ýmsar tilfæringar til að hreinsa neyzluvatnið, þeg-
ar því hættir mest við að skemmast, en það er á
sumrin, eptir langvinna þurrka og hita. Iíið almenn-
asta ráð er menn viðhafa til þessa, og sem er fullkom-
lega áreiðanlegt, er að síja neyzluvatnið í ílátum, er
hafa þykkt kolalag á botninum. Kolalagið, sem á botn-
inum liggur, verndar eigi að eins neyzluvatnið frá allri
rotnun, heldur heldur það því síhreinu og svölu. Kolin
hafa sem sje þann eiginlegleika, að þau draga til sín alls-
konar skemmdar lopttegundir, er annars verðabæði mönn-
um og skepnum að mesta heilsuhnekki. Menn vita það á
hinn bóginn, að ýmisleg óhreinindi, er komast inn í
neyzluvatnið, geta orðið hættuleg fyrir heilsuna og jafn-
vel valdið drepsóttum. Grunnvatnið, er menn almennt
kalla, sem liggur í efstu grunnæðum jarðarinnar, inni-
heldur opt mikil óhreinindi. Sum af þeim eru organ-
isk efni, svo sem t. a. m. ýms plöntufræ, og það jafnt
af vatns- sem jarðplöntum, einkum þeim, sem heyra
til hinna svokölluðu laungetningaplantna(Kryptogamer);
sömuleiðis ýmisleg smádýr, hverra tala er legio, og
hvar af sum eru hættuleg fyrir heilsu manna og dýra.
X>essi efni sjást opt ekki með berum augum, og þarf
allsterkan sjónauka til að geta sjeð þau og greintteg-