Heilbrigðistíðindi - 01.06.1879, Blaðsíða 3

Heilbrigðistíðindi - 01.06.1879, Blaðsíða 3
43 málið; hún lætur rita vekjandi greinir um það í dag- blöðunum, gefur út smárit um það, og einnig sjerstakt tímarit. Tilgangur fjelagsins er, að koma á stofn smærri fjelögum í hverri kirkjusókn, með þessum lög- um: Fjelagsmenn skulu : x) leitast við að lcoma á sam- tökum um það, að veita engin ölföng á samkomum og mannfundum; -) gjöra sjer að reglu, að neyta eigi vins, nema með mat; 3) drekka aldrei vín á almennum sam- komustöðum; 4) aldrei borga greiða með ölföngum, og halda ekki vináttu \dð drykkjurúta; 3) skoða drykkju- skap eins og stórs_vnd gegn guði. — Fjelagið leitast við að koma því til leiðar, að löggjafarvaldið takmarki sem mest alla verzlun méð áfenga drykki. — Fjelagið eflist nú stórum, og tala þeirra presta, sem alveg hafna áfengum drykkjum, skiptir þúsundum. Að sama skapi aukast tekjur fjelagsins, og teljast nú yfir 150 þús. kr. á ári. Alþýða manna tekur og að hallast að bindindis- fjelagi kirkjunnar, af þvi hún kannast við, að ofdrykkj- an er löstur, sem auðvelt er að temja sjer, en næsta torvelt að hafna, þegar tilhneigingin er mögnuð orðin; þeir eru þess vegna eigi fáir, sem þakksamlega taka þeirri hjálp í þessu efni, sem íjelagið býður þeim“. þegar menn hugsa út í það rækilega, hvernig verzlunarástand vort er hjer á landi, þá er það degin- um ljósara, að mikið af þeim íslenzku vörum fer út úr landinu, eigi aðeins fyrir hreinan óþarfa, heldur og fyrir beinlínis skaðlega hluti, sem bezt væri að aldrei kæmu inn í landið, og það er undarlegt, að jafn skyn- samir menn sem Islendingar þó eru, eigi skuli geta sjeð, hvernig þeirra svo að kalla daglegu kvartanir um peningaeklu, kaupstaðaskuldir o. s. frv. cr f>eim sjálf- um að kenna, og stjórnleysi því, er um langan aldur hefur drottnað hjer á landi. Jeg ætla mjer eigi að skýra ljóslega frá, hvernig aðalorsökin til vorrar eymd- ar og volæðis samt framfaraleysis liggur að miklu leyti

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.