Heilbrigðistíðindi - 01.06.1879, Blaðsíða 7
47
undir þeirra hverja frá annari. þ>egar smádýr deyja í
vatninu, gefa þau því opt rotið bragð, og eins og öll
rotnun er fjarska skaðleg fyrir heilsuna, þannig getur
og slíkt vatn orðið alveg óbrúkandi og í mesta máta
skaðlegt fyrir heilsu manna og dýra. það er hald
margra lærðra manna nú á dögum, að bæði kólera,
blóðkreppusótt og íieiri illkynjaðir sjúkdómar komi
upprunalega frá neyzluvatninu, og það einmitt frá grunn-
æðunum. Dr. Friedrich Kiichenmeister skrifaði um
þetta mjög merka bók fyrir 7 árum síðan, og hefur
hún vakið eptirtekt margra lærðra lækna; hvers vegna
menn á hinum síðustu tímum þykir mesta nauðsjm á
að hafa nákvæmar gætur á neyzluvatninu, og hvernig
það beri rjettilega að meðhöndla. Hjer á landi er
mjög mikill skortur á nákvæmnu eptirliti í þessu máli,
svo sem jeg hef optsinnis áður tekið fram, bæði í
„Heilbrigðistíðindunum“ og „Sæmundi fróða“. J>að er
gamallt orðtæki, að eigi sje ráð, nema í tíma sje tek-
ið, og líka er það hin mesta dagsanna, er hinn róm-
verski læknir Celsus kenndi oss fyrir nærfellt 2000 ár-
urn síðan, að hægra sje að fyrirbyggja en lækna sjúk-
dóma (satius est prœveniri quarn curare morbosj.
Lítið citt um höð.
Verði sumarið, eins og nú lítur út fyrir, heldur heitt og þurrt,
þá ættu menn nú, þegar tómstundir eru, að ganga meira í laugar og
böð, en almennt tíðkast á hinum.seinni tímum. Forfeður vorir voru eins
og kunnugt er mjög hreinlátir með hörund sitt, en þetta hefur almennt
farizt fyrir við þann eymdarskap, er vjer höfum komizt í á hinum seinni
Öldum. Baðstofur eða gufuböð og volgar laugar voru almennt viðhafð-
ar langt fram yhr Sturlungatíð, svo sem sjá má merki til á mörgum
stöðum. Snorralaug stendur enn í Reykholti, og á Sturlureykjum 1