Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Page 2

Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Page 2
82 legt, eptir því sem hjer er háttað, og furðar mig á því, að ekkert blaða vorra skuli hafa tekið þetta fram á seinni timum, þar sem það þó var almennt tekið fram í eldri ritum vorum, hve nauðsynlegt það væri, að hafa kornmylnur á sem flestum stöðum. Eins og nú á stendur, er bæði brauð og mjölmeti allt langtum meira viðhaft, en á fyrri öldum. Menn munu nú segja, að þetta gjörist minna nauðsynlegt, þar eð mikið af kornmetinu komi ‘hjer upp sem mjöl, og því þurfi menn eigi jafn mikið á mylnum að halda, sem áður. Mjer er þó efi á, að þetta sje rjett skoðun, því víst er það, að mjölið getur verið óvandað og svikið á ýmsan hátt, eins og raun hefir opt gefið vitni bæði hjer og annarstaðar, þar sem mjölið er opt og tíðum bæði blandað með sandi og mjölkalki. f>að er auðvitað, að þetta getur auðvéld- lega skeð, án þess svik þurfi að búa undir, en það er þó eigi uggvænt, að það kunni að vera þeir menn, sem eigi eru svo varkárir með þetta, sem vera skyldi. Eg man það enn, að það eru eigi svo fjarska mörg ár siðan, að hingað fluttist heilmikið af möðkuðu korni, og var þá haft eptir einum manni, sem þótti íllt, er hann var gjörr apturreka með maðkaða kornið, að það skyldi þó í menn sem mjöl, því hann treýsti því, að þá mundi verða bágt að finna maðkana og flugurnar. Satt að segja heyrði jeg þetta að eins haft eptir einum manni, ogviljeg eigi nefna hann, þar sem maðurinn nú er dauður. þ>að kann enginn að hyggja á það, hvílik hættuleg tilfelli það getur haft fyrir heilsu manna, þegar menn fá mjöl, sem annaðhvort hafi verið malað úr óhollu korni, eða blandað með ofannefndum efnum. Vjer höfum allmörg dæmi upp á þetta, bæði hjer á landi og annarsstaðar, þar sem eigi er haft nákvæmt eptirlit með slíkum skaðræðissvikum.

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.