Heilbrigðistíðindi - 01.11.1879, Síða 7
«7
að hafa sem flesta og ðuglegasta lækna. Jeg meina
þó engan veginn þar með, að það sje gagnlegast,
að fjölga sem mest homöopathiskum skottulæknum,
eins og gjört hefir verið til þessa, og sem eru vorra
tíma hneyxli, eins og þeir nú tíðkast hjer á íslandi,
og eigi annað fyrir að sjá, en þeir, ef þessu fer fram,
eyðileggi alveg alla reglulega.læknahjálp hjer á landi,
og jeg hljóti þar af, og þeir sem mjer hafa fylgt,
að hafa þá sorg, að sjá allt það, sem jeg hefi bar-
izt fyrir betri laéknaskipun hjer á landi, Hða undir
lok. það er annað en gaman, þegar jafnvel doc-
tores philosophiae, fyrir utan alla smælingjana, fara
að leggjast á eitt, til þess að koma því á, sem hald-
in er hin versta mótspyrna móti allri reglulegri
læknahjálp. það er von, þótt almenningur, sem fer
eptir nafninu „læknir" villist á slíku, einkum þegar
þeir heyra það framborið af lærðum mönnum. Eg
hefi aldrei láð löndum mínum það, þótt þeir vildu
fjölga læknum hjá sjer, því þess þurfa þeir sannar-
lega með; en hitt hefi jeg jafnan láð þeim, og lái
jafnan, að þéir bæði í orði og verki halda með þess-
um „smáslcammtafúskurum“, sem aldrei getakallast
læknar, og leggja mjer þann þröskuld í veginn,
sem bæði þeim og almenningi hefði átt að þykja
mál komið að ryðja sem fyrst úr vegi manns.
J>ó jeg sje nú kominn alvarlega á hin efri ár-
in, þá er kraptarnir eru vanir að hnigna, er mjer,
Guði sje lof, enn nú eigi svo apturfarið, að eigi geti
jeg borið hönd fyrir höfuð mjer eða embættisbræðra
minna, þegar embættisskylda mín býður það, og
læknisfræðinni, semjeg alltaf hef elskað af hreinum
hug, er misboðið af ðvitrum ogalls eigi mjer velvilj-
uðum mönnum. Landar mínir verða því að kenna
sjálfum sjerþað, ef jeg sje mjer skylt, aðfæraþetta