Alþýðublaðið - 11.02.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.02.1960, Blaðsíða 1
i ( STÖÐUGAR viðræður hafa átt sér stað undan- farið um verðlagsmál land búnaðarins. Snemma í jan úar tók hin nýja sexmanna nefnd tiT starfa og hefur verið á fundum til þessa, en ekkert samkomulag hef ur náðst. Er ekki útlit fyr- ir annað en vísa verði mál inu til gerðardómsins. Fær hækkub ellilaunin ^ ÞESSA dagana er oft mikil ös í Tryggingastofn- un ríkisins, þar sem fólk fær alls konar bætur greiddar. Þessi kona var ein þeirra, sem fékk ellistyrk- inn sinn greiddan í gær, en fyrir atbeina ríkis- stjórnarinnar fær hún styrkinn stórhækkaðan og miklu meira greitt út næst. (Ljósm.: Studio). GAMLIR, ÖRKUMLA OG EINSTÆDAI FÁ MIKLAR HÆKKANIR Blaðið hefur hlerað Að undanförnu hafi farið fram val lita á tveimur nýjum tegundum af peningaseðlum. ‘Annars vegar 1000 kr. seðlum, sem eru svipaðir doll- araseðlum að stærð, en hins vegar 25 kr. seðlar í sömu stærðarhlutföll- um cn minni. Seðlarnir munu verða settir í um- ferð bráðlega ásamt öðr um nýjum seðlum, sem koma smátt og smátt á _____markaðinn._____________ ELLI- OG ÖRORKULÍFEYRIR til hjóna mun hækka úr kr. 15 927 í kr. 25 900 á fyrsta verðlags- svæði við þá stóraukningu trygginganna, sem ríkis- stjórnin beitir sér fyrir. Nemur þessi hækkun hvorki meira né minna en 62,8%. Lífeyrir einstaklinga fyrir elli eða örorku hækk ar úr kr. 9 954 í kr. 14 400 á fyrsta verðlagssvæði. Nem ur þessi hækkun 44%. Barnalífeyrir hækkar úr kr. 5 104 í kr. 7 200, eða um 43%. Þá hækkar fæðingastyrkur um .25%, úr kr. 1 748 í kr. 2 160. Svipuð hækkun verður á þriggja og níu mánaða bótum til ekkju. Hins vegar miðast ekkjulífeyrir við élli- og örorkulífeyri og hækkar í sama hlutfalli. Frá þessu er skýrt í hvítri bók um efnahagsmálin, ?em ríkisstjórnin hefur gefið út. Verður frumvarp um þessar og aðrar breytingar á trygginga- löggjöfinni lagt fyrir alþingi innan skamms. Allar þessar hækkanir koma til greiðslu á þessu ári. Þess er getið í hvítu bókinni, að fjölskyldubætur eiga nú að greiðast að fullu úr ríkissjóði, sem og verulegur hluti þeirrar almennu hækkunar bóta, sem verður. Að öðru leyti skiptast byrðarnar á ríkissjóð, hina tryggðu, atvinnurekendur og I hinni nýju sexmannanefnd eiga þessir fulltrúar sæti: Af hálfu neytenda Sæmundur Ól- afsson fulltrúi Sjómannafélags Reykjavíkur, Einar Gislason fulltrúi' Landssambands ísl. iðn aðarmanna og Eðvarð Sigurðs- son fulltrúi ASÍ Af hálfu bænda eru í nefndinni Sverrir Gíslason og Einar Ólafsson frá Stéttarsiambandi bænda og' Sveinn Tryggvason frá Fram- leiðsluráði landbúnaöarins. RÆTT TJM SMÁSÖLUVERÐ EINNIG. iSú breyting hefur nú orðið á verkefni 6-mannanef:idarinnar, að hún r.æðir nú ekki aðems heildsöluverð heldur einnig smá söluverðið. Hafa réttindi neyt- enda auki'zt við þetta allveru- lega, þar eð áður hafði Fram- leðisluráð landbúnaðarins al- ræðisvald um ákvörðun dreif- ingarkostnaðar og endanlegs smásöluverðs eftir að sexmanna nefnd hafði fundið grundvöll heildsöluverðs. FER MÁLIí) f GERIÐARDÓM? 'Ekki hefur enn náðst sam- komulag um verði'ð í nefndinni en ef ekki næst s-smkomulag verður málið að fara fyrir 3ja manna gerðardóm. Eiga í hon- um sæti 3 menn: Einar Gísla- son frá neytendum, Sverrir Gíslason frá bændum og hag- stofustjóri er oddamaður. Ekk- ert er enn unnt að seg.ja um hvernicr endanlest verð verður en blaðið hefur hlérað, að sum- ar tegundir landbúnaðarvara muni' líklegast hækka en aðrar lækka. Það verð, sem verður endnlega ákveðið mun gilda frá 1. september 1959. freyjur smygla víni TVÆR flugfreyjur voru nýlega sektaðar í Saka- dómi Reykjavíkur fyrir smygl á áfengi. — Þær reyndu að sleppa með það í gegn um greipar yfirvald anna á Keflavíkurflug- velli, en það heppnaðist ekki. Ungfrúrnar voru teknar með 33 flöskur, sem þær höfðu komið fyrir í bif- reið. — í Sakadómi hlaut önnur JI.950 króna sekt, en hin 2.800 krcna sekt. iwmwmwmwwwmmwmw

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.