Alþýðublaðið - 11.02.1960, Qupperneq 2
Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. —Framkvæmdasticri: Ingólfur Kristjánsson.
— Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedtkt^Gröndal. — Kulltrúi
ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. —• Fréttastjóri: :Björgvin .Guðmundsson.
— Símar: 14 900 — 14 901-— 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — AS-
setur: AlþýSuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins. Hverfisgata 8—10. —
Áskriftargjald: kr. 35.00 á mánuði.
Skattlagning eftirvinnu
UNDIR þingslit í fyrravor var það samþykkt
á alþingi, ,að laun fyrir eftirvinnu við útflutnings-
framleiðslu skyldu verða skattfrjáls. Höfðu verið
um þetta allmiklar deilur á þingi, en þó f ór svo að
lokum, að málið náði samþykki og var ætlunin að
það kæmi til framkvæmda á þessu ári, þannig að
frádrátturinn gilti fyrir tekjur á. síðastliðnu ári.
Þessi hugmynd — að verðlauna þá, sem leggja
á sig sérstakt erfiði við útflutningsframleiðslu — er
góðra gjalda verð. Um hana verður varla deilt —
ef hún reynist framkvæmanleg., En það er kjarni
málsins.
Skattstjóranum í Reykjavík var falið að gera
drög að reglugerð um framkvæmd þessa ákvæðis.
Honum þótti verkið erfitt, allt að því óframkvæm-
an'legt. Þó kom hann reglugerð saman og leitaði
um hana álits þriggja kunnra verkalýðsforingja,
þeirra Óskars Hallgrímssonar, Eðvarðs Sigurðs-
sonar og Snorra Jónssonar.
Þeir þremenningar sáu þegar alvarlega van-
kanta á reglugerðinni. Verkamenn við uppskipun
afla áttu ekki að fá hlunnindin. Bílstjórar, er óku
aflanum ekki heldur. Stjórnendur flökunarvéla
ekki. Vafi lék á því, hvort skreiðarhjallar teldust
vinnslustöð o. s. frv.
Ef menn íhuga þessa hlið málsins, hljóta þeir
að sjá, hversu gífurlegir erfiðleikar eru á fram-
kvæmd þessa máls. Hvernig á að fara með bónd-
-ann og starfslið sláturhúsa, þar sem hluti a'f kjöt-
framleiðslunni er útflutningsvara? Eiga hlunnind-
in að ná til starfsfólks verksmiðja, sem framleiða
veiðarfæri, fiskumbúðir, sjóklæði? Á verkamaður
við .losun fiskiskips að fá skattafrádrátt en ekki sá,
sem losar strandferðaskip? Og þannig mætti lengi
•telja.
Saiinleikurinn er sá, að þessi fagra hugmynd er
gersamlega óframkvæmanleg. Það yrði endalaust
misræmi, óánægja og vandræði, ef reynt væri að
gera þennan lagabókstaf að veruleika. Þess vegna
er það sjálfsagt raunhæft mat hjá ríkisstjórninni,
að hinar almennu niðurfellingar tekjuskatts af
launatekjum, fjölskyldubætur og annað slíkt séu
miklu raunhæfari kjarabætur fyrir hið vinnandi
fólk en skattafríðindi á eftirvinnu.
NÝTT NÝTT
Amerískt olíupermanet. Sterkt og endingargott.
Ennþá er verðið aðeins 148.00.
Perma, Garðsenda 21
Sími 33968.
£ lþ feþr, 1960 — Alþýýublaði? .
'Á' Er hægt að gera togara
sjómenn að fastlauna-
mönnum.
ýV Hugmynd til umræðu.
•fe Dæmi um kennarana.
'Á' Hvers vegna ekki sjó-
menn?
SAGT ER að mjög erfiðlega
gangi a"ð manna togarana. Talið
var nauðsynlegt að fá hingað
hundruð Færeyinga til þess að
bátarnir gætu hafið veiðar og
togararnir gætu gengið. Mann-
eklan virðist koma harðast við
togarana, enda er sagt að kjörin
aéu betri á bátunum .og sjómenn
vilji jþví helzt vera á þeim á að-
alvertíðinni. Það er hart að geta
ekki mannað sín eigin fram-
leiðslutæki, það er lítið betra en
að eiga ekki næg framleiðslu-
tæki handa landsmönnum til
þess.að vinna við.
LENGI HEFUR VERIÐ erfitt
að manna togarana, og sérstak-
lega hefur verið tilfinnanlegur
skortur á vönum mönnum. Það
er því líkast að þessi stórfelld-
ustu framleiðslutæki þjóðarinr.-
ar séu orðin hornrekur. Er engin
lausn á þessu máli? Er ekki
hægt að búa þeim, sem stunda
togarasjómennsku, meira öryggi
en né er? Mér finnst það furðu-
legt að ekkert skuii í raun og
veru rætt um framtíðarlausn i
:þessu máli.
HVERS VEGNA eru togarasjó
menn ekki gerðir að föstum
starfsmönnum með árslaunum,
ákveðnum vinnumánaðafjölda,
löngu fríi og þar fram eftir göt-
unum? Ég veit ekki betur en að
kennarar séu fastlaunamenn
með átta mánaða vinnuskyldu,
fjögurra mánaða vinnufríi o.
frv. Hvers vegna er ekki hægt
að bjóða sjómönnum upp á þetta
eða eitthvað þessu líkt?
ER EKKI HÆGT að fastráða
menn á sjóinn, veita þeim til
dæmis þriggja mánaða ársfrí
með fullum launum, níu mánaða
vinnuskyldu, lífeyrissjóði, sem
mun raunar kominn o. s. frv.?
Sagt er að sjómenn séu hvikulir
með að mæta til skips á réttum
•tíma. Það getur vel verið. I því
sambandi vil ég spyrja: Á það
sér ekki stað að kennarar mæti
stundum ekki til vinnu sinnar?
Það ætti að vera skráningar-
klukka í hverjum skóla. Er svo
um hnútana búið? Það ætti að
vera hægt að draga af kaupi
kénnarar, sem ekki mæta.
ER ÞÁ EKKI alveg eins hægt
að koma á sektakerfi fyrir þá,
sem ekki mæta til skips á réttum
tíma, eða alls ekki mæta? Tog-
arasjómenn vinna nauðsynleg-
ustu störfin fyrir þjóðina. Þó vil
ég ekki gera samanburð á nauo-
syn starfa þjóðfélagsþegnanna,
enda skiptir það ekki neinu rnáii
í þessu sambandi. Það er nauð-
synlegt að kenna börnum og ung
lingum, en ekki er það síður
nauðsynlegt að afla fiskjarins,
sem við lifum í raun og veru öll
á að einhverju leyti og velmegun
þjóðarinnar stendur og feilur
með.
ÉG .HEF 'RÆTT 'UM ÞETTA
við nokkra menn, sem vel eru
málum kunnugir. Þeim lízt vel
á hugmyndina, en nokkrir segja
að réttara væri að byrja með því
að ráða fastamenn með réttind-
um, sem ég hef getið, að vissu
marki. Þannig ætlast þeir til að
myndist kjarni um borð í hverju
skipi, kjarni hæfra manna, sem
geti síðan kennt þeim yngri og
þeir yngri vinni sig síðan upp í
það, að verða fastir starfsmenn.
ÞETTA MÁ VEL’ VERA. ,Ég
hef aðeins komið hugmyndinni á
framfæri. Vilja nú ekki góðir
menn athuga þetta mál með það
fyrir augum að leysa það, ef
það sýnist vera hægt.?
Hannes á horninu.
í GÆR var dregið í 2. flokkl
happdrættis Háskóla íslands.
Dregnir voru 953 vinningar að
upphæð kr. 1,235,000,00.
100.000 krónur komu á fjórð-
ungsmiða númer 14.584.
Tveir fjórðungar voru seldir
í umboðinu á Eyrarbakka og
tveir fjórðungar voru seldir í
umboði Guðrúnar Ólafsdóttur
og Jóns St. Arnórssonar, Banka
stræti 11.
50.000 krónur komu á heiÞ
miða númer 32.256, sem seldur
var í umboði Þóreyjar Bjarna-
dóttur, Laugavegi 66, Rvík.
Þessi númer hlutu 10.000 kr.
hvert: 3441 16413 29100 33095
37275 47327.
Þessi númer hlutu 5.000 kr.
hvert: 13202 14563 14565 16621
16645 16656 16897 23050 25393
28156 29642 30176 35441 39922
41714 43547 45891 46959 50791
5Q908.