Alþýðublaðið - 11.02.1960, Blaðsíða 3
ÞAÐ hörmulega slys varð
hér í bænum í gærdag, að
benzínbrúsi sprakk í höndun-
um á 10 ára dreng og brennd-
ist hann til bana.
Það var kl. 17,10, að lögregl
an var kvödd að porti Faxa-
vers við Melavelli við Rauða-
gerði.
Höfðu fjórir drengir verið
J»ar að leik og munu þeir hafa
haft eldspýtur undir höndum.
Þá höfðu þeir á einhvern hátt
M/B HAFDÍS ÍS-75 varð
alelda í Selvogsbanka í gær-
dag, en m.b. Flóaklettur frá
Hafnarfirði bjargaði áhöfnmni
heilli á húfi.
Síðast, þegar blaðið frétti,
var Flóaklettur ókominn að
landi í Grindavík, — en hann
er þaðan gerður út, — svo að
nákvæmar fregnir um elds-
upptök eru ekki fyrir hendi.
Hins vegar sáu skipverjar á
öðrum bátum eldsúlurnar upp
úr Hafdísi, svo að telja má
víst, að hún liafi sokkið log-
andi í hafið.
WWWtWWWMWMWWM
Hvað vilja
þeir?
OSLÓ, 10. febr. (NTB). —
Við umræður í norska
þinginu um tjón það, sem
erlendir togarar hafa vald
ið á veiðarfæi'um báta við
Noreg, kom landhelgismál
ið nokkuð við sögu. Erling
Vindenes, frá vinstri-
flokknum, var þeirrar
skoðunar, að Norðmönn-
um bæri við samninga-
borðið í Genf að styðja 12
mílna fiskveiðitakmörk.
Olav Langland (SP) var á
móti, og Lange, utanríkis-
ráðherra, benti á, að jafn-
framt því, sem Norðmenn
leggðu alla áherzlu á að
fá 12 mílna mörk, mundu
þeir minnka möguleikana
á að koma fram.þeim rétt-
arreglum, sem þeir ósk-
uðu eftir um fiskveiðar á
úthöfum.
>*WWIMWMM»WWWMMIWM
hafa komizt yfir hrúsa með
benzínlögg og borið eld að,
því að það skipti engum tog-
um, að brúsinn sprakk og lék
í ljósum Iogum.
Einn drengjanna varð þegar
alelda, en hinir sluppu ómeidd
ir. Sjúkrabifreið kom þegar á
vettvang og flutti drenginn á
Landakotsspítala, en hann lézt
um það leyi er hann kom á
sjúkrahúsið.
Drengurinn hét •! án Gunnar
Gunnarsson, Langagerði 44,
og var 10 ára að aldri.
Málið er í rannsókn.
Blaðið getur bætt því við
þessa válegu frétt, að það veit
með vissu að fólk í nágrenni
við fyrrnefnt port hefur kvart
að við lögregluna út af því, að
þess væri ekki nægilega gætt
að bægja börnum frá portinu,
enda talið að hætta gæti staf-
að af því, að börn væru þar að
leikjum. Um árangur þessara
umkvartana er blaðinu ekki
kunnugt.
Stórt málverk
* listamaðurinn —
sem stendur við hliðina á
verki sínu heitir Guð-
mundur Höskuldsson.
Hann vinnur á bifreiða-
verkstæði S.V.R. á Kirkju
sandi.
Málverkið hefur hann
málað á rennihurð, og not-
að til þess afganga af bíla-
lakki.
Málverkið er 314 m. á
hvorn veg.
Koupfélagsstjórar
ræða efnahagsmál
KAUPFELAGSSTJORA-
FUNDUR var haldinn í Sam-
bandshúsinu dagana 6.—7.
febrúar. Sátu hann flestallir
kaupfélagsstjórar landsins, svo
og forráðamenn S.Í.S. Aðalum-
ræðurnar á fundinum snerust
um efnahags- og fjármál sam-
vinnuhreyfingarinnar með sér-
stöku tilliti til efnahagsmála-
frumvarps ríkisstjórnarinnar.
Á undanförnum árum hafa
fjölmörg kaupfélgg lagt stórfé
til uppbyggingar atvinnulífsins
í byggðarlögum sínum, en
hvergi e nærri fengið eðlileg
stofnlán út á þessar fram-
kvæmdir. Þessi uppbygging
hefur leitt til mikillar fram-
leiðsluaukningar bæði í sjáv-
arútvegi og landbúnaði. Sam-
vinnufélögin hafa lagt til þessa
átaks mikið af eigin fé og hafa
þau á s. 1. árum átt við veru-
legan rekstursfjárskort að búa,
m. a. af þessum ástæðum.
Fundurinn ræddi þessi mál
með sérstöku tilliti til þeirra
viðhorfa, sem nú ligg.ja fyrir.
Kom það greinilega fram, að
fundarmenn töldu mjög alvar-
legar afleiðingar verða því sam
fara, ef lánasjóðlr landbúnað-
arins hafa ekki nægjanlegt fé
til að halda uppi eðlilegri fram
leiðslu og uppbyggingu í sveit-
um landsins. Ýmis fleiri mál
voru tekin til umræðu á fund-
inum, sem snerta rekstur og
starfsemi samvinnufélaganna.
í fyrradag fóru fundarmenn
að Bessastöðum í boði forseta-
hjónanna, skoðuðu m. a. kirkju
staðarins undir leiðsögn for-
seta.
ftirvinna
skattfrjáls?
LÖGIN um skattfríðindi eft-
irvinnu við útflutningsfram-
leiðsluna verða að líkindum
afnumin, enda hefur reynzt
miklum erfiðleikum bundið að
setja reglugerð um þessi atriði.
Þetta kom fram í löngum um-
ræðum, sem urðu í fyrirspurna
tíma í sameinuðu þingi í gær.
Þetta ákvæði var sett í lög
í maí í fyrra, og spurði Karl
Guðjónsson um framkvæmd
þeirra. Gunnar Thoroddsen
fjármálaráðherra svaraði og
sagði, að frestað hefði verið
setningu reglugerðar um þessi
atriði, þar eð skattanefnd
stjórnarinnar mæli með af-
námi þessara ákvæða jafn-
framt afnámi tekjuskatts. Þá
var skattstjóranum í Reykja-
vík falið að gera drög að slíkri
reglugerð og komst hann að
þeirri niðurstöðu, að það væri
illframkvæmanlegt. Leitaði
hann álits þriggja verkalýðs-
leiðtoga, Eðvarðs Sigurðssonar,
Snorra Jónssonar og Óskars
Hallgrímssonar, sem m. a. töldu
að þessi ákvæði skapi augljóst
misræmi og leiði til óánægju.
Erfiðleiltar við framkvæmd
þessara ákvæða eru fyrst og
fremst að ákveða, hvað sé „út-
flutningsframleiðsla“ og hvað
ekki. Hvað um t. d. slátrun?
Margir alþingismenn tóku til
máls um þetta atriði.
38000 losna við
tekjuskattinn
38.000 SKATTÞEGAR í land-
inu munu losna með öllu við
tekjuskatt til ríkisins við þá
breytingu skattalaga, sem rík-
isstjórnin beitir sér fyrir. Ár-
ið 1959 greiddu samtals 63.000
þegnar tekjuskatt, en eftir
fyrirhugaðar breytingar er bíi
iz við, að þeir verði aðeins
15.000.
Frá þessu er skýrt í 'hinni
hvítu bók, sem stjórnin hcfur
gefið út. Álagður tekjuskatt-
ur 1959 var á öllu landinu 169
miíljónir króna, þar af tekju-
skattur einstaklinga 139,7
miijljónir króna, sem eftir
breytingarnar lækkar í 22,5
milljónir.
Eisenhower
boðið til
Norðurlanda
STOKKHÓLMI, 10. febr.
(NTB).
NOREGUR, Svíþjóð og Dan-
mörk hafa boðið Eisenhower
Bandaríkjaforseta að koma í
heimsókn til Norðurlanda, —
segja góðar heimildir í Stokk-
hólmi, en jafnframt er talið, að
forsetinn muni neyðast til að
afþakka boðið vegna tímaskorts.
Talsmaður sænska utanríkis-
ráðuneytisins staðfesti, að Sví-
ar hafi spurzt fyrir um, hyor
forsetinn muni sjá sér fært að
koma í heimsókn.
Finnar hafa áður boðið for-
setanum heim, en talið er í
Stokkhólmi, að forsetinn muni
því miður ekki hafa tíma til
slíks. Finnska utanríkisráðu-
neytið vill engar upplýsingar
gefa um, hvort svar hafi borizt,
eða hvort það sé játandi eða
neitandi
IÐNNEMAR!
Prentnemafélagið í Reykja-
vík og Félag járniðnaðarnema
lialda skemmtun á Aðalstræti
12 n. k. laugardagskvöld.
Alþýðublaðið — 11. febr. 1960 3