Alþýðublaðið - 11.02.1960, Síða 16

Alþýðublaðið - 11.02.1960, Síða 16
 y/ . Q 11. árg. — Fimmíudagur 11. febrúar 1960 — 33. tbl. HULL: Brezka togarasam- bandið veitir á hverju ári bikar þeim togaraskipstjóra, sem mestan af'.a hefur sett á land á árinu. Bikarinn 1959 fékk þessi hérna, Norman Longthorpe, skipstjóri á tog- aranumi ,,Falstaff“ frá Hull, sem landaði alls 2500 tonnum á árinu 1959. Togarar frá Hull liafa unnið bikarinn á hverju ári síðan byrjað var að veita hann árið 1954. Þess skal getið, að sam- kvæmt upplýsingum landhelg isgæzlunnar hefur ,,Falstaff“ verið skrifaður upp innan 12 mílna markanna, s.vo að Long- thorpe virðist hafa stolið ein- hverju af rrretafla sínum í ís- lenzkri landhelgi. Hins bei einnig að geta, að sá togari, sem næstur varð Falstaff, er „Arctic Ranger“, skipstjóri Richard Sackville-Bryant, og sá mun ekki liafa rofið land- helgina. „Falstaff“ er einn nýjasti togari Breta, 823 tonn að stærð með dísilvél. Hann fór á árinu einum túr minna en hinir 242 togararnir í brezka togaraflotanum, þar eð hann varð ekki tilbúinn fyrr en um miðjan janúar í fyrra. Úthald ahns var á árinu 332 dagar og var Longthorpe skipstjóri að- eins í landi einn þriggja vikna túr. Þess skal að lokum getið, að skipstjórinn þakkar afl.a- magnið að nokkru leyti því. að skip hans þolir verri veð- ur en gömlu skipin. TUTTUGU kílómetra fyrir sunnan Plymouth rís Edding- stoneskerið úr hafi. Á því er frægasti viti veraldar, Edding stone-vitinn. Ermasund er skerjótt á þessu svæði og við- sjálverðir straumar myndast þar. í 262 ára hafa Edding- stone-vitarnir. — þeir hafa alls verig fjórir, — Ieiðbeint sæfarendum meðfram hinni hættulegu og þokusömu strönd Devon. Því miður hafa samt sem áður orðið þarna rnörg sjóslys, og hafið ekki aðeins hrifið sjómenn og skip heldur einnig vitaveiðina og vitasmiðina. Sá, sem fyrst byggði vita á Eddingstone var Englending- urinn Winstaneley. Hann hóf verkið 1698. , Vitinn var úr tré og lýsti með tólgarljósum. Winstanley var að sjálfsögðu mjög hreykinn af afreki sínu í sambandi við vitabygging- una og hafði yndi af að dvelia í vitanum á óveðursnóttum. Aðfaranótt 26. nóvember 1703 var hann staddur í vit- anum í ógurlegu óveðri en um morgunin sást frá ströndinni, að vitinn var horfinn og Winstanley með honum. Fimm árum síðar tók síld- arkaupmaður í London, Rudy- ard að nafni, að sér að byggja nýjan vita á Eddingsjlone. —• Var hann úr eik/ járni og steini. Lovat nokkur, upgjafa- skipstjóii tók vitann á ieigu til 99 ára og fékk leyfi til þess að taka eitt penny í skatt af hverju skipi, sem fram hjá vit anurn fór. Þessi vitabygging brann 1756 en vitaverðirnir sluppu lítt skaddaðir í land. Einn þeii'ra, 94 ára öldungur, —• brenndist þó af bráðnu blýi. 1756 ákvað vitamálastjórn Englands, að láta byggja vita á Eddingstone, sterkari og Framha’d á 14. síðu. EINN frægasti fiðlusnillir.g ur allra tíma var Fritz Kreis- ler, eða réttara sagt er, því að hann lifir enn, þótt hann’sé löngu bættur að spila. Hann varð 85 ára fyrir skömmu og hélt upp á afmælisdaginn í New York þar sem hanr: nú er búsettur. Kreisler heyrir Og sér illa og hefur ekki' snert fiðluna í 10 ár. Hann hefur selt allar fiðlurnar sínar nema ■eina, Vuillaume, smíðaða 1860. NAS3U, Bahamaeyjum. „TRÓPOSFERÍSK dreifi- sending'1 'er alnýjasta aðferð in til að þeyta símtölum út fyFr sjóndeildarhringinn til þeirra, sem man langar til að tala við. Hún hefur ný- lega verið tekin í notkun milli Bandaríkjanna og Bahamaeyja til að anna auk- inni símanotkun þar á milli. I BAGDAD er nú verið að mála stærsta málverk allra tíma. Það er af Kasem forsæt- isráðherra og frelsisstríði hans og er málað af kennurum og nemendum Listaskólans í Bag 4ad. Þetta nýja kerfi getur sent 24 símasamtöl samtímis og kostaði ,5 milljónir dollara að setja upp. Það virkar þannig: Disklaga radíóloftnet <; beina símtalinu út að sjón- deildarhringnum í áttina til hinnar fjarlægu móttöku- stöðvar. Þessar últra-stutt- bylgjur fara yfir sjóndeildar hringinn og út í tróposfer- una, lofthjúp, sem umlykur jöiðina. Við að rekast á tróposfer- una dreifist nokkuð af kraft inum nlður yfir móttöku- svæðið. Krafturinn í últra- stuttbylgjunum, sem þarna falla niður, er nægur til þess að gefa má áreiðanlega mót- töku. Símtalafjöldi milli Banda- ríkjanna og Bahamaeyja hef ur siöfaldazt á s. 1. 10 árum, úr 12.000 árið 1949 í 80.000 á s. 1. ári. Þetta stafar fyrst og fremst af síauknum straumi skemmtiferðamanna, sem var 32.000 fyrir 10 árum, en verður sennilega 250.000 á þessu ári. Stöðvarnar, sem þessi ný- stárlegu símtöl eru send á m lli, eru í Flordiaborg og í Delaporte Point í New Providence-eyju. Fjarlægðin er um 275 km.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.