Tíminn - 22.04.1871, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.04.1871, Blaðsíða 3
7 malirnar og kallaði: „æ, jeg held jeg ætli að spi inga I lífið á mjer er allt í einum stokki“! Allir sváfu { baðstofunni nema bándi, sem lá vakandi og heyrði andvörp Sæ- rúnar. Ilann talar þá til henr.ar í hálf- um hljóðum: „hvað gengur á fyrir þjer, stúlka ? vektu ekki fólkið með ósköpun- um í þjer“ I „Jeg get ekki gjört að því, hús- bóndi góður ! “ segir Særún ; „jeg þoli ekki af mjer að bera fyrir uppþeinbu. Mjer bregður líklega við vistina; jeg hefi víða verið, enn aldrei nokkurt Sprengikvöld fengið eins þykkan spaðgraut og í gærkvöldi. Jeg borðaði upp úr askinum inínum til allrar ógæfu; því jeg hafði líka rjett áður komizt í sprengikvöldsrefmn á Litlugrund. Nei, heyrðu, húsbóndi góður, öskrið innan um mig ! Mjer hægðist þó dálítið núna ! “ „Já, jeg sje það“, segir bóndi, „og heyri líka, að þú hefir ekki svikist uin að halda sprerigikvöldið; en rífðu ekki fyrir injer rekkvoðirnar, Særún “! „Það er þó minni skaði í þeim, enn f manns, eða meyjarlífinu “! segir Særún. Bóndi brosti og hættu þau svo tal- inu. Síðan sezt hann upp og segir við sjálfan sig; „hvar er gleðin mín og græni kúíurinn ? Það er rjettast að jeg gleðji mig nú á Öskudagsmorguninn, fyrst hún Særún hefir gætt sjer á sprengikvöldinu“. Eptir þetta smásýpur hann á kútn- um og liggur vakandi, unz liann heyrir að Særún sezt upp og segir í hljóði : „mjcr er ekki til neins að liggja svona lengur; mjer verður bezt að komazt á kreik og vita, livort mjer hægist ekki ; enn jeg skal halda það hjeðan af, að það er vandi að vera í góðri matarvisl á sprengikvöldin“. Bóndi heyrði þessa eintölu Særúnar, brosti í kamp og bar kút að munni. Nú fer Særún að klajða sig, sinámjak- ar sjer innan um rúmið og stynur þung- an. Enn þegar hún ætlar að krækja að sjer pilsinu keinst það ekki hálfa leið, svo hún verður að setja í það lærilykkju. Síðan dregst hún fram á rúmstokkinn, og ætlar að setja upp skóna ; enn þá var uppþemban svo mikil, að hún þoldi með engu móti að beygja sig, streyttist þó við og segir: „sjer er nú hver mat- arvistin á Stórugrund ! En nú linn jeg samt, að farin er að koma lueifing á vindana, síðan hreifing koin á mig. Mjer þykir verst, ef það heyrist mjiig mikið til þeirra. Jeg held hann S n j ó 1 f u r fcngi sögu til næsta bæjar, ef hann skyldi vakna við skruðningana innan um mig. Jeg kæri mig ekki eins um húsbóndann; hann er ekki svo upptektasamur. Enn nú held jeg ætli að hvessa samt“, segir Særún, og hrökkur upp al' rúmstokknum; „æ, nú hægðist mjer, og ekki vaknaði Snjólfur“ ! Eptir þetta stendur Særún stundarkorn og strýkur sig utan; síðan fetar hún ut- ar cptir baðstofuloptinu og stynur við; enn þegar hún kemur að stigagatinu móts við rúmið, sem Snjölfur svaí í, herðir svo á henni, að hún hljóðar upp og sezt framan á hjá honum. jþá vaknar Snjólfur, þreifar íyrir sjer og segir : „hvað er þetta ? kvennmaður komin upp í til mín“! „Hafðu ekki svona hátt tetrið mitt“! segir Særún; „því segirðu það, að jeg sje komin upp í til þín, þó jeg tyllti mjer niður á blástokkinn, af því jeg ætlaði að rjúka um kull af höfuðsvima “? „Ætlastu þá til,“ segir Snjólfur, „að jeg skuli lækna í þjcr höfuösóttina“ ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.