Tíminn - 22.04.1871, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.04.1871, Blaðsíða 4
8 „Og fjærri fer því,“ segir Særún ; „enn jeg hugsaði; að húsbóndinn ætti eins tnikið með rúmstokkinn eins og þú, og að mjer væri ekki of gott, að sitja á hon- um, meðan svimakastið væri að líða hjáK. Nú hljóðar Særún upp yfir sig. „Hvar tekur þig sárast“? segir Snjólf- ur. ))f>að er þó aldrei farinn að verka á þig spaðgrauturinn í gærkvöldi ? Yiti menn ! þú Ijezt ekki svo lítið yfir hon- um, þegar þú varst að hæla sprengi- kvöldinu og viðgjörðunum“. „Heldurðu, að jeg kunni mjer ekki magamál", segir Særún, „fullorðinn kvenn- maðurinn“? BEkki veit jeg um það“, segir Snjólf- ur; „enn laust trúi jeg því, að gaulið, sem jeg heyri innan um þig, sje allt í höfð- inu á þjer. Mig skyldi þá ekki furða, þó þjer væri ekki sem ailra bezt í því, ef þar væri svona kyrrlátt inni fyrir“. „Og allt þetta vindgaul er þó í sjálf- um höfuðæðunum“, segir Særún. sÞað hafa líklega hlaupið innan í mig óholl- ir dampar; og þegar þeir stíga upp til höfuðsins, þá get jeg ekki ráðið mjer fyrir svima“. Nú var svo komið fyrir Særúni, að hún mátti ekki lengur láta svo búið vera. Hún segir þá: „jeg ætla að hnupla hjerna nokkru frá þjer, Snjólfur minn! Jeg skal einhverntíma gefa þjer spón úr ask- inum mínum fyrir, ef jeg leyfi“. „Og það vil jeg að II ý t h e i t i m a t á menn,“ segir Snjólfur, snýr sjer upp í liorn og breiðir yfir höíuð En Særún staulast niður stigann og fram í eldhús. Bóndi gengur fram á eptir henni og ætlar að líta til veðurs; staðnæmist hann við eldhúsdyrnar, og heyrir að Særún er að tauta við sjálfa sig: „Jeg má þó muna eptir sprengikvöld- inu því arna Það fór allt sem slysa- legast fyrir mjer, að mig skyldi daga þarna uppi hjá bælinu hans Snjólfs, sem hæðist að öllu. Nei, það er sjaldan ein bára stök. Það er nú sök sjer að borða sig svona heldur saddan; slíkt heíir marg- an góðan hent ; en það tekur út yfir, að verða að leita sjer hægða hjá háðfugli. Og allt á jeg þetta í rauninni upp á Snjólf; því jeg man það eins og jeg sit hjerna, að hann sagði í gær yfir spað- grautnum, og leit til mín: „„Springi sá sem fyllstur e r““! enn það eru gömul áhrýnsorð. Jeg borðaði lítið meir í gær, enn í erfiðisdrykkjunni eptir hann föður minn sæla. f*ar voru nú sjálfsagt beztu rjettir: Skonrok nreð sírópi og sykraðar luinmur; enn mjer varð æði bumbult eigi að síður, nema hvað allt gekk þá upp úr mjer, sem betur fór, svo góður matur; enn nú fer allt hina leiðina; og það er líka von á því ; þetta var svo aldrei annað enn baunir með bræðing á Litlugrund ; og þær eru það, sem leita nú norður og niður. Yfir mig gengur! það er eins og maturinn velji sjer vegi epíir virðingu ; hann gengur svona upp eða niður eptir gæðum“. Eptir þetta gengur Særún inn í baðstofu; enn þegar hún kemur upp stigann, biltir Snjólfur sjer fram og kallar : „hvernig líð- ur spaðgrautnum, Særún“ ? „Yertu ekki að þessu masi, strákur! segir Særún, „Þú getur aldrei talað um annað en kjöt og ílot; og svo vekur þú fólkið með hávaðanum í þjer“, Snjólfur svarar: „það heyrist varla meira tii mfn, þó jeg tali mæltu málinu, enn áðan heyrðist til þín, þegar þú gekkst ofan stigann“. „Bifsaður óþverri ertu, Snjólfur“ ! seg-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.