Tíminn - 22.04.1871, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.04.1871, Blaðsíða 5
9 ir Særún ; „og rjettast er aö jeg svíki þig um grautinn.“ Síðan gengur lifin að rúmi sínu og sezt niður. í*á kallar bóndi og segir: „er þjer nokkuð ljettara, Særfina ? „Ójá hósbóndi góður“! segir hón; „það er svo, að jeg kann mjer ekki læti“. „Það er vel farið“, segir bóndi; „enn hefirðu aldrei lifað sprengikvöld fyrr enn í gær“? „Lifað hefi jeg það“, segir Særún; „enn það hefir aldrei verið haldið neitt upp á það, þar sem jeg hefi verið. Jeg vand- ist við kvöldskatt, þegar jeg var ung; og svo var gefin vökustaur hjá hreppstjóranum sáluga, sem jeg var hjá seinast“. „Hvað var það, þessi kvöldskattur“? segir bóndi, „og hvenær var hann gefinn“? „Hann var gefinn einhvern tíma ájóla- föstunni“ segir Særún. „IJað vissi eng- inn á bænum fyrri til, enn að annað- hvort hósmóðirin eða hfisbóndinn komu eitthvert kvöldið inn í baðstofu á vök- unni með fullt trog af magálum, klett- um, bringukollum, laufabrauði og kökuin, og skömmtuðu öllu íólkinu. Gjörðu þau þetta sitt árið hvort hjónin á Bfirfelli. Jeg man helzt eptir einu kletti, sem hann Torfi lagði í kjöltu mína og sagði um leið: „„segðu nó, að þó íáir aldrei ætan bita, Særón““! Jeg gat ekki heldurlok- ið þeim skatti unr kvöldið, og ekki fyrr enn jeg vaknaði undir morgun; enn þá kláraði jeg klettið“. Bóndi segir: „jeg hefði viljað vera næturgestur á Bfirfelli kvöldið það setn þessi skattur var gefinn". „Þfi ert þá eins og presturinn® segir Særfin, „Hann var æfinlega vanur að koma í hfisvitjun til hreppsfjórans sáluga, þeg- ar gefa átti vökustaurinn“. „Vissi presturinn það“? segir bóndi. „Því ætli hann vissi það ekki, maður- inn“? segir Særún. „Hreppstjórinn sál- ugi ljet æfinlega gefa vökustaurinn laug- ardaginn fyrir jólaföstu“. „Var það eins mikil kjöthátíð og á Búrfelli“? spyr bóndi. „Ekki segi jeg það“, svarar Særón; „enn það kenndi æfinlega margra grasa í vökustaurnum hjá hreppstjóranum sál- uga. Þar voru svið og lundabaggar, blómur og beinastrjógur fyrir utan kjötið og kökurnar; svo það var dágóð mat- semd, þegar allt koin saman. Jeg man helzt eptir einuin vökustaur af nokkru, sem viðbar. f’að var von á presti til að hósvitja; enn börnin voru lítið farin að lesa upp, svo hreppstjórinn sálugi hugsaði, að þau mundu kunna lítið og illa; og lield jeg liann hafi helzt viljað, að fræðalesturinn færizt fyrir Nó kem- ur prestur, þegar vaka er nýbyrjuð; og meðan hann er að skafa af sjer snjóinn, kemur hreppstjóri með stórt tinfat fullt af allskonar vökustaurum, og setur á hyllu upp í mænir í baðstofunni þar nálægt, sem prestur átti að sitja. f*egar hann er seztur inn í baðslofu, komur húsmóð- iiin með vökustaurinn, og fer að skammta fólkinu fram á loptinu; enn hreppstjórinn sálugi cr með unglingana innar frá hjá presti. f*á segir prestur: „„Það er bezt að ljfika af þessum fræðalestri, og komdu hjerna, Kári minnlitli! með kverið þitt““! Hreppstjórinn ætlar að ná því olan af hyllu, enn kemur við tinfatið, svo það dcttur niður á lopt, og vökustaurarnir velta ót og suður. „„0, tfnið upp mat- inn, börnin mín góð““! kallar prestur; „„þið kunnið prýðilega““! Síðan tíndu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.