Tíminn - 14.02.1872, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.02.1872, Blaðsíða 1
3.-4. blað. 1872. TIMIMM® Beykjavík 14. febrúar. — f>ó það hefði máske sumum þótt undarlegt og ótriilegt í fyrravetur um þetta leyti, að blað þetta mundi nokkurn tíma verða til, og þá eigi síður, að það skyldi eigi halda áfram á Akureyri eins og til var ætlazt, fyrst það var byrjað þar, að gefa það út, þá heflr þetta nú samt hvorttveggja komið rækilega fram. Enn hvað sem nú um þetta er, og hversu margbreytt atvik að hafa stuðlað að því, að áframhald af blaðinu eigi heflr komið út, síðan aðeins ein og hálf örk var prentuð, þá freistum vjer nú samt að láta koma út eina eða tvær arkir til framhalds af blaðinu, til þess að vita, hvernig þeim verður tekið í höfuðstað lands- ins, þar sem nú er heldur eigi völ á, nema einu einasta blaði. Af því nú að sumum mönnum heflr þótt það að blöðum þeim, er út komu, að þau væru of- mjög sögulegs efnis, höfura vjer nú í ráði, ef nokkuð til rauna getur komið út af blaði þessu, að taka í það smágreinir um almenn málefni, og dálítið af frjettum. Um söguna, er blaðið hefir meðferðis, skul- um vjer geta þess, að sumum af lesendum henn- ar heflr þótt hún of-grófyrt; enn vjer svörum því eigi öðru, enn að flestir, ef eigi allir, er að því hafa fundið, munu fyrr eður seinna hafa orðið fyrir þeim ósköpum, er að Særúnu gengu. Yfir höfuð að tala, álítum vjer lika allar þær sögur einkisvirði, er eigi taka eins það ljóta eins og hitt, úr hinu daglega lífi manna. þvísattað segja, eru það einmitt beztu söguritararnir, er taka æfln- týrin eins og þau hafa komið fram, án þess að gjöra þau öll forskrúfuð. Hvað, að lyktum, sið- ferði og siðgæði manna hjer á landi snertir, þá óskum vjer og vonum, að saga þessi skemmi það eigi. Ábm. (AÐSENT). Á hinni miklu hársölu til útlendra, sem nú er farin að tíðkast hjer um Suður- og Austur- land, mun mörgum þykja vel við eiga, að vekja eptirtekt seljendanna á, hversu það virðist eiga illa við, að láta slíka kaupendur safna stórfje á ferðalagi sínu hjer, bæ frá bæ, (o. s. frv.), við að reita af fólki eitt hið fegursta skraut líkamans, nl. hárið, og það fyrir litla sem enga borgun. Oss furðar stórlega, að fólk hjer — og það jafnvel heiðvirt kvennfólk —, skuli ekki bera meiri virð- ingu fyrir höfuðhári sínu, enn svo, að láta menn þessa vera að fara höndum um höfuð sitt, til að svipta það hinum fegurstu hárlokkum sínum. Með því er líka horfln endurminningarinnar fagra hugmynd, sem innifalin er í því, að geyma hár- lokk af sínum ástfólgnu, til minningar um þá, enn sem hverfur við það, að vita þá í svo margra höndum, sem hafa óverðuglega aflað þessa. Ó- verðuglega af því, að þeir hafa ekki borgað þá sem annars vera bæri, því skyldi þessi hársala eiga sjer stað, ætti hvert «lóð» af hárinu að kosta 4 — 5 rd. Oss sýnist það mikið fremur sæmandi fyrir okkar lag- og fagurhentu systur á Islandi, að æfa sig í að gjöra «armbönd» og «úrfestar.>, af hári sínu, og selja það þannig, ef þær þá vilja, enn að byrja með að selja það svona óunnið, eins og ullina okkar o. fl. ^OO- UM HROSSASÖLU. ' í «J>jóðólfi þ. á., nr. 13. 14., má sjá að, út- flutt heflr verið af hrossum hjeðan af landi 1934, á árunum 1870 — 71, og þegar reiknað er að meðaltali verð hvers hross, Ýerður upphæðin 38,680 rd. fetta kann að virðast í fyrsta áliti álitlegur gróði fyrir landsmenn, enn þegar betur eraðgætt,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.