Tíminn - 14.02.1872, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.02.1872, Blaðsíða 6
18 hann var þarna innan um allar tunnurnar. Jeg tók nú brennivínstunnuna í fang mjer, og Ijet sponsið snúaað brjóstinu; var þá eins og hjartað dansaði í Filpusi, svo jeg bar tunnuna í einum rikk að stigagatinu. þá segir kaupmaður bros- andi: — jeg man eptir því meðan jeg lifi — «við skulum nú fá okkur einn gúmorinn áður enn við förum ofan». Síðan fær hann mjer ljósið í gler- lnktinni og gengur sjálfur upp á hanabjálkalopt. Nú fór jeg fyrst að líta í kringum mig; og jeg segi það satt, jeg sá varla í nokkra spítu í öllu húsinu fyrir allra bezta mat, sigldum og ósigld- um. þar hjengu svínslærin og sauðarkrofm í ról- um, helzt er mjer eitt lærið í minni; það reri í spiki, og snerist framan í mjer, eins og það væri að storka Filpusi. þá komu ostarnir, gulir og grænir, þá tólgarskildirnir þykkvir og kringlóttir. þá smjörböglarnir, sætir og súrir, — jeg ætlaði að segja, saltir og súrir — því Filpus er viðbitslit- ill, og þykir hver skafan sæt. Og loksins varð mjer litið á eina tunnu á loptinu. Jeg forsikkra ykkur um það, að það er sú stærsta tunna, sem komið heBr til landsins. Jeg geng forviða að tunnunni, og slæ í hana hnefanum, þá stekkur pakkhúsloptskötturinn undan henni og blæs fram- an í Filpus. Mjer varð æði bilt við, og datt í hug það, sem gjörzt hafði fyrir nokkrum árum á Öfjörðs handelstað fyrir norðan, þar sem jeg var með í spilinu, að slá köttinn úr tunnunni». »Hvað er það Filpus» segir bóndadóltir, »að slá köttinn úr tunnunni?» »Jeg hef aldrei heyrt um þaðgetið; æ, blessaður segðu okkur þá sögu!» »þú verður þá að muna», segirFilpus, «hvar jeg skil við blessaðann Bakka-kaupmanninn». «Jeg er borinn og barnfæddur fyrir norðan, og uppólst á næsta bæ við Öfjörðs handelssteð á Akureyri. Lagði jeg löngum leiðir mínar ofan í kaupstaðinn, þvi Filpus langaði snemma til að læra dönskuna. það var sú siðvenja á Eyrinni, að byrja föstuna með narráktugum og spiðsfindugum látum». «því ætli fólkið hafi gjört það» segir Ingunn. •Líklega til að geta verið þess alvarlegra og stilltara um föstuna» segir bóndi, «enn haltu á- fram Filpus»! «Snæri var strengt milli tveggja timburhúsa, og þar í bundin tvíbytna með ketti í. Síðan völdust til vaskir drengir á Eyrinni, og úr nágrenn- inu, frá 5—10; áttu þeir að kringsóla aptur og fram um stræti bæjarins, og berja sitt höggið hver í tvíbytnuna, um leið og þeir gengu undir færið, unz tunnan datt í stafi, og kötturinn fjell niður. þetta voru kölluð föstugangshlaup', og sá var kallaður kattarkóngur, sem með höggi sínu vann seinast á tunnunni». Ingunn segir: «Var það lifandi köttur, sem lát- inn var í tunnuna». «Ekki vissi jeg annað» segir Filpus; «að minnsta kosti gat sá blásið, blessuð mín! sem í tunnuni var það eina skipti, sem eg var með í spilinu. þegar búið var að festa upp tunnuna, bjuggumst við narradrögtum, svo enginn þekktist, og hver hafði sitt barefli, Jeg var búinn eins og kvennmaður upp til miðs, nema kálfsróa dinglaði aptur úr, sem karlmaður um búkinn, enn höfuð- leður af sel hafði jeg fyrir andliti og saumað upp úr hrútshorn». (Niðurl. síðar). FBJETTIR. Innlendar. Eptir brjefum og blöðum að norð- an, — sem komu hinn 5. þ. m. með sendimanni frá Akureyri — frjettist, að veðráttu hafi brugðið til snjóa og frosta um Jólaleytið í Eyjafjarðar- og þingeyjarsýslum, svo að um miðjan janúarm. hafl víða verið jarðbönn um þau hjeruð. — Aflalítið á Eyjafirði. — Almenningsheilbrigði. — Við bráða- pestinni, sem kvað hafa gengið í Eyja- og Skaga- firði, er sagt. að nokkrir hafi reynt Homöopatha- meðul, sem hafi heppnaj.t vel. Hjer sunnanlands hefir haldizt hin sama veð- urblíða, enn frost hafa verið stöku sinnum sjer- deilis dagana 21. og 22. f. m. 8—12° frost á R. — Snjófalt aldrei, nema 3. þ. mán. var að eins sporrakt um morguninn, enn tók af strax aptur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.