Tíminn - 14.02.1872, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.02.1872, Blaðsíða 8
20 sem karlmenn hafa komizt hjá, kannast saga við hneysu þá. Ef þær í meiri metum væru, menntunar nytu og frjálsræðis, af þeim í færstu flrðar bæru, finnst mjer það krafa rjettlætis, að jafnt oss virðum sólir seims, sýnir það dæmi vesturheims. Lauslátar skáldin konur kalla, (kveða jeg lítið þar um vil), hölda þó færri hygg jeg varla, hneigða þvilíkrar villu til; einhver flagarinn allopt var, orsök til kvenna hrösunar. f>eir sem mest lasta þiljur-veiga, þessu mig stórum furðar á, án þeirra þrífast aldrei mega, og vilja helzt þeim lifa hjá; slíkir andlegir aumingjar eru heimi til minnkunar. Á því er heldur enginn vafi, þó ítum meira þrek sje ljeð, að fljóðin öðlazt fegurð hafi framar þeim, blítt og viðkvæmt geð. því skulum allir yndælar elska og virða stúlkurnar. Jeg skal utn alla æfi mína elska sprundin, það skyldugt er, og þeim virðingu sífellt sýna, sízt annað reynist betur mjer; ánægður bezt eg una má unnustu minni blíðri hjá. 1. SMÁGREINIR. 1. Gakk út í ríki náttúrunnar, horfðu og hlust- aðu, og verðir þú hrifin af að sjá þessi dá- semdarverk, þá finnur þú til lotningar fyrir höfundi hennar, og ferð sjálfur að vegsama hann. 2. Brauðið, sem maðurinn lifir á, vex handa honum í skauti jarðarinnar, ogjafnvel kórón- an, sem prýðir höfuð konunganna er af dupti. Lögmál jarðarinnar er eilífur hringsnúningur, þess vegna heimtar það aptur líkamann og kórónuna. Æ! svo gleymdu þá ekki maður, að þú ert dupt, og lærðu að vera auðmjúk- ur og lítillátur. (j(gr- Skíðaferðir þótti góð skemtun og nytsöm íþrótt í fornöld, enn nú sýnist, sem þær sjeu þeg- ar með öllu liðnar undir lok í suður- og vestur- fjórðungum landsins; það væri því nauðsynlegt, að um þær væri ritað í blöðin. i>Tíminn» mundi því fúslega veita inngöngu fróðlegri ritgjörð um það. AUGLÝSINGAR. — Fari svo, að landar minir girnist framhald »Tímans», og gjöri mjer jafnframt greið og góð skil fyrir honum, þá mun hann smámsaman færa lesendum sínum »ágrip af sögu Árna Magnússon- ar stiptunarinnar», sem ekki er svo ófróðleg í sinni tegund, öllum bókmenntavinum. Ábm. — þetta 3.—4. blað, sem er framhald af bl. »Tímanum», kostar 6 sk. þá, sem kaupa sjerstök blöð hans, en þeir sem strax gjörast áskrifendur að væntanlegu framhaldi blaðsins, fá það nokkuð minna. |>eír, sem einhverju vilja koma til prentunar í blað þetta, eða yfir höfuð að tala hafa einhver af- skipti af því, verða í því tilliti að snúa sjer til Páls gullsmiðs Eyjólfssonar hjer í bænum. J Ábm. PRESTAKÖLL. Óveitt. Vatnsfjörður í ísafjarðarsýslu, metinn: 815 rd. 3 sk. auglýstur 30. janúar þ. á. — Rípur í Hegranesi í Skagafjarðarsýslu, met- inn: 193 rd. 14 sk.; auglýstur 8. þ. m. — Sandfell í Öræfum með annexíunni Hofi, metið: 111 rd. 89 sk.; auglýst sama dag. Ábyrgðarmaður: Jónas Sveinsson. Prentafcur í prentsmiíju Islands. Einar pórbarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.