Tíminn - 14.02.1872, Blaðsíða 3
15
með logandi ljósi; Ingunn gengur þegar ofan; enn
þegar hún kemur fram á gólflð, þar sem Steinunn
stendur, kallar hún upp: «æ, blessuð Inga, rektu
þig ekki á mig í myrkrinu, svo jeg víki ekki úr
sporunum, fyr enn þú ert búin að lýsa mig alla
utan. Síðan kveikir Ingunn ljós; enn þegar hún
kemur inn á baðstofugólfið, er Snjólfur að læðast
niður stigann, enn Steinunn stendur bálfbogin, og
heldur sjer dauðahaldi í stafmn einn. þegar hún
sjer Snjólf, segir hún: «Á, grunaði mig ekki? jeg
fann að það var krumlan á honum Snjólfi, sem
kom við mig. En, bezta Inga! lýstu helzt um
mig að aptanverðu, því þar var hann, óþokkinn
svarni».
Ingunn segir: «Snjólfur heflr ekki nærri þjer
komið í þetta sinn, því hann sat uppi á lopti, þeg-
ar köllin heyrðust í þjer. það er ekki heldur stein
að sjá á þjer, enn rauða gull«.
Steinunn segir: «æ, svíktu mig nú ekki, Ingunn
mín góð; þú ert sú eina hjerna á bænum, sem
jeg get trúað fyrir mjer».
«þjer er líka óhætt að trúa því, stúika, segir
Ingunn; en jeg sje nú hvað þig heíir angrað, hann
Styrbjörn hefir hengt vetlingana sína hjerna á slána,
og þeir hafa strokizt við öxlina á þjer, um leið og
þú gekkst hjá».
Steinunn segir: «Jæa, blessuð mín, jeg fann það
var eitthvað af karlmannshönd, sem kom við mig,
enn þú ert þá líka til vitnis um, að það var tómur
vetlingur; og jeg bið þig að bera það með mjer,
að jeg hafi, enn sem komið er, engan stein borið.
jþað líður nú bráðum að dagsetri, og þá er jeg
óhræddari um mig, því það sagði móðir mín sæl,
að eptir dagsetur væri engan steinaburð aðmarka».
Eptir þetla koma þær upp á lopt, lngunn og
Steinunn; er Ingunnmjög brosleit, en Steinunn al-
varleg og öll á glóðum. J>á segir Styrbjörn: «mjer
heyrðist þú segja niðri, Steinunn! að þú kærðir
þig ekki um, þó þú bærir stein eptir dagsetur,
því það væri marklaus burður».
«Já, ekki spyr jeg að hlustunum á þjer, Styr-
björnU segir Steinunn. «J>að er eins og vant er,
þú togar húfuna niður fyrir kjálka, og heyrir svo
ekki helminginn af því, sem skrafað er».
Ingunn segir: «ekki talaðiSteinunn þeim orð-
um, sem þú segir, Styrbjörn! en það minnir mig,
að hún segði, að af tvennu illu vildi hún heldur
bera stein eptir, en fyrir dagsetur».
«Já», segir Steinunn, heldur tvo eptir dagset-
ur, en einn fyrir. það sjá líka allir, að talað er
um Öshudaginn, enn ekki öskukvöldíð, eða ösku-
vökuna, eða öskunóttina, og mjer er til efs, hvort
það væri að marka, þó einhver bæri stein fyrir
dag á Öskudagsmorguninnn.
þá gellur Særún við: «það er allt eins með
Öskudaginn og með Sprengikvöldið. Engum dett-
ur í hug, að láta upp spaðgrautinn, eða Sprengi-
kvölds-reflnn, hverju nafni sem heitir, í dögun,
eða um miðmunda á Sprengidaginn. það væri
skárra óhófið, að byrja þá strax að jeta! Nei,
maturinn er ekki látinn upp fyr enn á vökunni,
af því menn eiga að gæða sjer undir svefninn, því
það er talað um, að halda upp á Sprengikvöldið,
en ekki Sprengidaginn«.
Nú fóru sumir að brosa í baðstofunni, og
Snjólfur segir: «þjer ætlaði líka að verða gott af
þeim gæðunum, Særún! en það var hlægilegast, að
þú einmitt fyrir það skyldir bera stein, þó enginn
setti hann á þig».
Særún segir: «farðu gráskjóttur fyrir skreytn-
ina! hver ber það með þjer, að jeg hafl borið
stein ?»
«Manstu ekki eptir ílátinu», segir Snjólfur,
sem þú hnuplaðir í morgun frá rúminu mínu, og
barst fram í eldhús?»
«Hvað var um það?» segir Særún, «jeg held
það iiafl ekki verið margir steinar í því».
«Veiztu þá ekki», segir Snjólfur, «að steinn
er til, sem heitir kollusteinn? og þann stein befir
þú sannarlega borið».
þá kallar Styrbjörn og segir: «þá hefir Stein-
unn líka eptir því borið stein í dag, því jeg sá
hana með næturgagnið húsbóndans úti á stjett, og