Tíminn - 14.02.1872, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.02.1872, Blaðsíða 7
» samdægurs. — Um þetta leyti árs hafa menn ekki átt að venjast jafngóðu flskiríi, sem nú heflr verið hjer, þar sem að hjer eru nú komnir framt að tveggja hundraða meðalhlutir. Hin miklu og margvíslegu veikindi hjer manna á meðal, virðast að vera i rjenun sem stendur. Sagt er að kýr gjöri hjer um pláss gott gagn, þótt heyin sjeu góð, sjeu þau þó áburðarfrek, og tala menn um að það muni vera því að kenna, að of seint hafl verið farið að slá. ÍJtlendar. Um miðjan dag hinn 11. þ. m. kom hingað til staðarins skonnert-skipið «Cito» 75 tons, skipstjórnarmaður A. B. Lassen, eptir 35 daga farð frá Iímhöfn eður Helsingjaeyri, fyrir tilhlutun kaupmanna okkar hjer og erlendis; færði nú skip þetta hlaðfermi af kornvöru og öðr- um nauðsynjum, og er þannig komið í veg fyrir hinn kvíðvænlega skort, sem leit út fyrir að mundi verða á kornvöru hjer upi pláss í vetur, hvar fyrir vjer kunnum þeim góðar þakkir. Af alslags mat- vöru mun skip þetta hafa fært hingað nál. 700 tunnur; þrátt fyrir hið mikla lestagjald, munu þó kaupmenn vorir selja vörur þessar með sama verði og hjer hefir verið síðan i haust, þó leika tvímæli á því. Hið siðasta póstskip fyrra árs fór hjeðan hinn : 29. nóvbr., og var að eins 10 daga á heimleið sinni til Kmhafnar, hvar það kom 9. desember. Vjer höfum ekki haft tækifæri til að yfirfara útlendu blöðin, eður fá frjettir úr þeim, en eptir brjefum frá Kmhöfn frjettist: að veðrátta hafi verið fremur góð erlendis, þó talsverð frost í desemb. Almennur friður er sagður í Norðurálfunui, — pennastriðs er enn ekki getandi milli Frakka og Prússa. — Landa vorum guðfræðingi Jóni A. Bjaltalín var veitt 5. desember f. á. Secriteraembættið við í «Advocat«-bibliotekið íEdinarborg; hafði þorleifur heitinn Repp haft embætti þetta áður. ENDURMINNING. Tímanna hlaup er hulið hverfulum sjónum manns, mótblásturs-dustið dulið dimmum í jeljakrans. Skapanna-leið er lagin lifendra hjer á jörð; sem líði sól of sæinn, er sendir varma jörð. Vonir í veiku hjarta verða stundum að leik. Loptið (í blænum) bjarta byrgist af þokureyk. Skilnaður værra vina opt veldur sárum móð. Andstreymið hryggir hina, unz helkalt storknar blóð. Ilvar þá á heimsins kaldri hjervistar naumu leið? hvar þá að öllum aldri er æfi fulltryggt skeið? L. R. Sum hafa skáld á ýmsum öldum allmikið lastað kvennfólkið, eflaust af haturs anda’köldum ofmargir fylgja slíkum sið, afvega leiddur andi manns ei kann að gæta sannleikans. Ef lesum mannkynssögu sanna, seyrða vjer finnum karlmenn þar víst ei færri, en vonda svanna, verður því minnst til sönnunar, að þeir, sem lasta fljóðin frið, fara með logið spott og níð. Virðing og frelsi fögru sviptar fyr voru konur snemma á tíð, og margvíslega mjög af-skiptar. máttu þær reyna þungbært stríð,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.