Tíminn - 14.02.1872, Qupperneq 4

Tíminn - 14.02.1872, Qupperneq 4
16 það horfðu mín eigin augu á, að hún bar það í báðum höndum inn á baðstofugóIf». «Jeg ansa ekki þessari markleysu», segir Steinunn; «enn það er bezt að húsbóndinn skeri úr, hvort þetta sje að bera stein». <• Já, hvað heldur þú um það, faðir minn?« segir Ingunn. Gamaliel brosir, og segist verða að súpa á kútnum sínum, til að skerpa gáfurnar, áður hann skeri úr sliku vandamáli. Nú líta allir upp, nema Steinunn,sem rær í- fram á rúmi sínu. J>á segir bóndi: «jeg er nú ekki vel að mjer i steinafræði, en þó er það grunur minn, að ein- hver steintegund sje í kollusteininum, en það veit jeg, að aldrei læt jeg viljandi steina í k....... minn». ••Heyrðu nú, Styrbjörn!» segir Steinunn; «ekki nema drótta því að húsbóndanum, að hann sje að bera steina og leika sjer að þeim, eins og barn! skammast máttu þín, að koma með annað eins!» «|>að er líka eins og jeg vissi», segir Særún; »þaðerekki um að tala nema almennilega steina, grásteina og blágrýti og hraungrýti, hnöttótta og litla, en hvað litla naglsrót sem kvennmaðurinn ber af þessum steinum, þá er ólukkan vís. Hitt sumt, sem menn kalla steina svona í daglegu tali, er ekkert að marka, eins og t. a. m. augasteina, fíkjusteina, draugasteina. það mætti líka æra ó- stöðugan, ef alla steina væri eins að marka; þó er mjer aldrei um draugasteina á Öskudaginn». II. «Heimskir menn reiðast meinlausum glettum, en hyggnir menn hlœgja að peim», sagði Steinólfur stillti. Eptir þetta kallar bóndi til Snjólfs, og segir: ••Skrepptu fyrir mig niður að Litlu-Grund, og skil- aðu fyrir mig til hans Filpusar karlsins, að jeg biðji hann, að finna mig!» Snjólfur stendur þegar upp og skoðar sig ut- an, og biður Styrbjörn gæta að, hvortnokkur ösku- poki sje aptan á honum. •• |>ví illt þykir mjer», segir hann, «að bera öskupoka á aðra bæi». Síðan hleypur hann á stað. Guðríður litla gengur brosandi ofan á eptir honum. Skömmu síðar komu þeir Snjólfur og Filpus, og Guðríður kemur upp á eptir þeim hlæjandi. þegar Filpus kemur upp á loptið, segirhann: •• gú aptin, gott fólk! Sæll og blessaður húsbóndi góður!» ••Yertu velkominn Filpus», segir bóndi; »jeg fór að ómaka þig, af því jeg átti hjerna seitil á græna kútnum, sem jeg vildi ljúka, áður enn jeg sendi í kaupstað». «Ekki spyr jeg að því», segir Filpus; «jeg hef margan ósvikinn sopann fengið hjá þjer». þá segir Ingunn: «Hvað er þarna á lærinu á þjer, Filpus? þær skyldu aldrei hafa glezt við þig, stúlkurnar, og hengt á þig öskupoka?» í þessu rjettir bóndi Filpusi fulla tinkollu af brennivíni. Filpus tekur við, dregur út úr sjer tóbakstuggu, og stingur henni undir uppslagið á úlpu sinni. ••Slíkur humall hefir ekki komið innfyrirmín- ar varir, síðan á Jólum», segir hann, «en jeg ætla ekki heldur að skila þjer honum aptur, og hafðu góða guðsást fyrir, kunningi». j>á hlær Særún og segir: «Gáðu, Filpus! að pokanum á þjer, maður». Filpus sezt niður á kistu gagnvart bónda og segir: «jeg hefi aldrei bryðað mig um, þó að jeg bæri öskupoka; jeg nefni nú ekki einn eða tvo einlila». Nú lítur bann niður á lærið. «Mig hefir aldrei stamað» segir hanu, «nema einusinni á Bakkanum. það er bezt, að jeg fortelji ykkur þá historíu; enn ekki veit jeg, nema danska komi fyrir íblant. «Altjend ertu skemmtinn, Filpus», segirbóndi. «Já, jeg var lystig fýr, sögðu þeir um mig á Bakkanum» segir Filpus; «enn þá stóð nú broddur í lífi Filpusar. þá var þar líka Karitas mín, og komið á milli okkar. það var segin saga, þegar þurfti að setja tunnu á stokkana, sem í þá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.