Tíminn - 30.05.1872, Page 2

Tíminn - 30.05.1872, Page 2
46 semi og lítillæti hinna æðri, gleður innilega hina viðkvæmu tilfmningu þeirra bágstöddu (— bág- indin eru margvísleg! —) og efunarlaust einnig hina (með tímanum) sem gleðja bágstadda; við vitum, að í húsum embættismanna og kaupmanna og margra fleiri hjer í Reykjavík er góðgjörða- semi mikil og gjafir, sem við óskum að gæti náð hinum góða tilgangi gefendanna og þyggendurnir hafi þess andlegt og líkamlegt gagn, samt að sjer- hver hjálp veitist á þann hátt, sem beinlínis miðar til að koma í veg fyrir bágindin. V-ioo- »VARIÐ YÐUR ÍSLENDINGAR, nú er hættuleg tíð», sagði um daginn Dalamaður nokkur sem leitaði húsaskjóls í «Þjóðólfi», og var þó erindi mannsins ekki meira eða minna en að hvetja menn til að mótmæla lögum, láta bóka mót- mælin á þingi, og svo að senda dómsmálastjórn- itini þau öll í bendu, til þess að þau yrðu heygð þar, og væri vel ef þau þá gætu orðið notuð til þess, að gjöra upp sómasamlegt leiði yfir öll þau skjöl sem þar hefir verið hrúgað saman, engum að liði, og sem eru sorglegur vottur um skoðanir þessarar aidar, er sjaldan lætur annað lífsmark sjá með sjer hjá oss en bænarskrár og mótmæli. J»ó að þetta sje nú vor skoðun og margra annara, hefði oss ekki komið til hugar að minnast á þessa grein Dalamannsins, ef að hún hefði ekki riðið endahnútinn á, og farið fram á, allra kröptugustu og allraþegnsamlegustu mótmæli gegn sveitastjórn- arlögunum, sem enn eru ókomin það menn til vita, en af hverjum íslendingi ætti að vænta sjer einhvers góðs með tímanum. Vjer getum eigi neitað því, að hið persónu- lega frelsi er hjá oss íslendingum svo óháð sem verða má, og þó er það eins og að því ekki hafi auðn- ast magn það og mergur í sveitamálefnum sem við mætti búast. Hjer er lítið um fjelagsskap og samtök og þau hafa opt farið íþá átt sem lítið hefir eflt framfarir landsins. Hvergihefir á þessu meira borið en með alla sveitastjórn, sem að einstöku stöðum fráskildum hafa verið í mesta ólagi. Sveita- stjórn vor er nú sem stendur, einhverskonar blendingur af valdstjórn og sjálfræði sveitar- manna sem reka sig hvað á annað, og erum vjer íslendiogar búnir að reyna þau sveitastjórnarlög, sem nú eru, nógu lengi til þess, að vjer eyðum orðum um þau. Vjer megum allir óska þess, að fá sem fyrst frjálsleg sveitastjórnarlög, þar sem að sveitarfje- lagið sjálft fær fullkomið forræði á málefni sínu, og ráða má hverju málefni til lykta eptir vilja vorum; í því efni verður sjálfs hendiu hollust eins og vant er; og þó nú að einhver segði: «Vjer erum ekki færir um að stjórna voru eigin sveitar- fjelagi», þá er það ekki satt, og sagt til kinnroða fyrir oss, einungis af þeim mönnum sem virða mest sína eigin ómennsku. Látum svo vera, að oss í einhverju veitti erfiðliga með fyrsta, þá mundum vjer samt brátt fá næga reynslu og fyrir- komulagið í sveitunum mjög fljótt komast í betra horf; og ef það sýndi sig, að þessi nýju lög yrði í einhverju ábótavannt, mætti síðar laga slíka galla. Vjer getnm eigi verið eins langorðir um þetta mál eins og vjer vildum, til þess að leiða mönn- um fyrir sjónir hversu nauðsynlegt er að fá ný sveitastjórnarlög og það sem fyrst. «það er hættuleg tíð«, eins og Dalamaðurinn sagði, og hættan, hún liggur á meðal sjálfra vor, því hvar sem um land er farið, þá fara ómaga- þyngslin vaxandi ár frá ári, og einginn veit enn hvar staðar muni nerna. Hinir ríku og efnuðu megna á mörgum stöðum ekki lengur að greiða fátækra útsvörin, og því nær alstaðar má sá, sem í súrum sveita síns andlitis vinnur fyrir brauði sínu, taka það frá sínum eigin munni, til þess að bæta úr neyð og volæði manna. Að þessu eru mikil brögð, og hið sorglega er, að hin sanna ástæða til hinna vaxandi sveitarþyngsla, liggur í í því að mjög margir hafa mist krapt og þrek, virðingu fyrir sjálfum sjer og sjónar á því að ekk- ert er eins heiðarlegt eins og að vinna fyrir sínu eigin brauði með sóma og dugnaði, þeir sem hafa

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.