Tíminn - 06.07.1872, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.07.1872, Blaðsíða 2
62 það getur hver sá, sem nokkurn veginn er lag- hentur. Við hinar nýrri hand-maskínur þarf svo að segja enga tilsögn, og ráðum vjer sem flest- um sem einungis þurfa þeirra við til heimilisbrúk- unar að kaupa þær. Nú sem stendur má fá þær erlendis fyrir 25—35 rd., og er bezt að kaupa ekki þær ódýrustu, sem, ef til vill, bila fljótt. Þærhafa það líka til síns ágætis, að hægra erbæði að geyma þær í litlum húsakynnum og að flytja þær. Hin- ar stærri eru hentugastar fyrir þá, sem gjöra það að handiðn að sauma. 25—35 rd. fyrir slíkan verkaljeltir, sem sama vjelin gjörir, er ekki mikið, það er lítilfjörlegt hestverð, gagnið er ó- metanlegt, því að tíminn við vinnuna sparast, og má þá vinna annað á þeim tíma sem á vannst. Af því að hægt er að flytja vjel þessa úr einum stað í annan, og það er ekki einlægt verið að sauma, vil eg ráða konum, sem eigi hafa næg efni að vera í fjelagi 2, 3, 4 eða fleiri, og er þá hægt fyrir þær að skiptast á um afnotin, en því trúir enginn, hvaða gagn og ávinningur það er að hafa saumavjelar þessar. Svo ætla jeg að minnast á prjónavjelar; þær eru einlægt að verða einfaldari og haganlegri, og líka ódýrari; fyrir hjer um bil 80—lOOrd. má fá prjónavjel, sem getur prjónað sokka, svo að eigi þarf að varpa þá saman, á henni má prjóna jafnt grófustu ull- arþræði og fínasta baðmullargarn (þegar 2 hringir eru keyplir), og eru vjelar þessar taldar að vera svo einfaldar, að á nokkrum klukkustundum má læra að prjóna á þær. Þar eð jeg eigi þekki þess- ar prjónavjelar segi jeg einungis frá því, sem jeg hefl lesið um þær, en það ætti einhver að verða til þess, að útvega reynslu um það efni, því að vjer þurfum að koma tóvinnu vorri í betra horf enn nú er. Tímam auðmjúkur pjenari. — í þessa árs Þjóðólfi nr. 29—30, bls. 120— 121 stendur fræðandi grein frá Englandi um verk- un og gengi hinnar íslenzku ullar á Englandi sjer í lagi í «Bradford», og þar Ijóslega tekið fram, að það sje sjer í lagi þrent, sem felli mest hina íslenzku ull, nefnil. togið, haustullarblendingurinn og ó- hreinindin, einkum sandurinn. Þar er og bent á, að til þess að fá ullina á sauðfjenu miklu betri hvað <*togið» snertir, ogjafnvel toglausa, þarf ekki nema það eina: «góð hirðing og góð gjöf». Hvað nú viðvíkur því tvennu, sem mest skað- ar hina íslenzku ull, og gjörir hana lítt hæfllega til vinnu er það að blanda haustullinni saman við vorullina, og að hafa ekki þvegið skarnið úr henni. Um skarnið er íslendingum sjálfum að kenna, en um blöndunina verð jeg einna mest að kenna kaupmönnum vorum um, sem því miður eru svo skeytingarlitlir um að hræra haustull, vorull, og fætlingum saman við góða vorull. En hvað togið snertir, þá á má ske meir við það sá útlenzki málshátlur: «Hægra er að kenna heilræðin en halda þau» prestur, víst mun það reynast svo hjer á suðurlandi. t*að mun ekki vera mikið um það hjer á landi, að togið á hverri kind minnki við það, þó farið sje vel með kindina eður þó hún sje alin, að vísu verður öll ullin lengri á sömu kindinni, þegar hún er alin heldur en ef henni er mikið beitt úti á vetrum, sem meira munar á þelinu en toginu,afþvíaðþelhárin eru fleiri; en togmegn kind- anna kemur víst miklu meira upp á kynferði en meðferð, því það meira og minna tog leggst svo í ættir, aðjafnvel ókunnugir menn geta rakið heilar ættir og þekkt heilar ættir í annars manns fje á ullarlaginu eða toglaginu. En nú er eptir að at- huga, að hve miklu leyti endurbót á þessu, geti orðið við komið með þeirri «góðu hirðingu og góðu gjöf». Það vita menn, að þar sem mestur kraptur er í fjáreigninni víða bjer á suðurlandi, er á þeim svo kölluðu útigangsjörðum, þar sem lítill og svo að segja enginn heyskapur er til eð- ur fáanlegur, allt fullorðið fje verður að mestu eð- ur öllu leyti að sækja sjer viðurværi sjálft út á jörðina jafnvel lömb líka, að meira eður minna leyti. Á þannig löguðum jörðum búa optast krapt- mestu og uppbyggilegustu mennirnir í sveitarfje- lögunum, og yfir höfuð á öllu landinu. Ætti nú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.