Tíminn - 06.07.1872, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.07.1872, Blaðsíða 6
66 NÝ VATNSVEITINGA-MYLNA. Það er næsta leiðinlegt að vita, að engir ís- lendingar, að því oss er kunnugt, hafa farið á gripasýninguna í Iímh., því þeir hefðu að líkind- um getað kynnt sjer margt sem hefði mátt að gagni koma hjá oss. Hið bezta sem hefir komið hingað til landsins í sumar, er vatnsveitingamylna Magnúsar Jónssonar í Bráðræði, er hann hefir keypt sjer fyrir 50 rd. (eða rúmt gripsverð), slík mylna getur gjðrt ómetanlegt gagn; hún er næsta einföld, svo að íslenzkir smiðir geta búið hana til, það er hægt að flytja hana úr einum stað í annan til áveitinga, og sje hún sett í læk, tjörn eða pitt, getur hún, þegar góður kaldi er, malað vatninu upp svo hátt, að undir vatnið má leggja stærra eða minna svæði eptir því sem til hagar með hallann. Vjer viljum ekki þreyta lesendur vora með langri lýsingu, en vjer viljum ráða öll- um góðum búmönnum til sem hafa áhuga til að bæta jarðir sínar, að koma ekki svo hingað, að þeir ekki skoði mylnuna hans Magnúsar, sem er manna fúsastur til að sýna hana, og leiðbeina mönnum í þessu eins og öllu sem að búskap lít- ur. Hann sem er frumkvöðull að því, að vatns- veitingum er komið nokkuð lengra hjá oss sunn- lendingum en áður var, og getur líka sýnt hvernig rækta á jörð úr holti og margt annað, sem vera má til eptirdæmis. UM BREYTING A PENINGUM. Eins og kunnugt er, hafa ýmsir af hinum stærri þjóðum peninga úr gulli. í hinu þýzka keisaradæmi er nýlega búið að lögleiða gullmynt. Þann 1. júní þ. á. hefir stjórain sett nefnd manna til að taka til álita, hvort í Danmörku eigi að innleiða gullpeninga, annaðhvort eingöngu eða á- samt með siifurpeningum, og eiga menn þessir að gjöra uppástungu um, á hvern hátt að breyt- ingin geti orðið sem hagkvæmust, það er nú sjálf- sagt að lítil þjóð sem Danmörk, verður að haga peningalagi sínu aptir einhverju af stórveldunum, svo sem: Englandi, Frakklandi og t’ýzkalandi, en það mætti gleðja oss íslendinga, ef hentugir gullpeningar gætu komið í staðinn fyrir silfur, sem sökum þunga og fyrirferðar er erfitt að flytja og geyma fyrir þá sem annars hafa það. SMÁVEGIS ÚTL. FRJETTIR. Þjóðólfur hefir í blaðinu nr. 32—33 talað um sænsku kolanámurnar, og gjört mikið orð afþeim, og er það rjett hermt. I Svíþjóð var stofnað hlutafjelagið til þess að vinna nárnurnar, og var til ætlast að 5 milíónir væri settar í þetta fyrir- tæki. Fjeð vannst mjög greiðlega, og fóru hluta- brjefin að ganga í kaupum og sölum hærra verði, en þau voru útlátin fyrir með fyrsta, af því menn gjörðusjermiklar vonir um fyrirtækið. Ennúþað, að það voru Svíar sem gjörðu sjer miklar hugmyndir, en eigi Danir of litlar, er Ijósasti vottur að hluta- brjefin, sem komin voru upp í 300 rd., fjellu snögglega niður í 100 rd., eða sama verð og þau voru gefin út fyrir með fyrsta1. Menn eru einnig í Danmörku farnir að hafa áhuga á því að finna kol, og þykjast hafa fundið vott til þeirra. — Hinn nafnfrægi ferðamaður Livingstone hefir nokkur ár verið á ferð í Afríku, og voru menn orðnir vonardaufir um, að hann væri á lífi; nú hefir spurst til Englands, að hann mundi vera niður kominn hjá villiþjóðum í Afriku og vegni vel. Einn af fyrri samferðamönnum hans Burton sem er nafnfrægur vísindamaður, er kominn hingað til íslands með síðasta gufuskipi, og hefir hann verið síðan hjer í bænum, en mun innan skamms fara til Krísivikur, Heklu og Húsavíkur, til að skoða brennisteinsnámur og sjá ummerkin eptir jarðskjálftann. — Eldsvoðinn í Chicago, um húsbrunann í þessari miklu borg í Norður-Ameríku, hafablöðin skýrt áður frá, og er nú búið að telja saman fjár- tjón það, er borgarmenn urðu fyrir; af því sem brann voru 160 milíónir rd. trygðar í brunabótar- fjelögum. Nokkur brunabótafjelög gátu eigi staðið í skilum; allur skaðinn er metinn 500 millíónir rd. 1) Sjá „Dagbladet“ 7. júuí naestl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.