Tíminn - 06.07.1872, Blaðsíða 3
63
ekki á þessum jörðum að hafa meira fje, en fram-
íleytt yrði með þeirri «góðu gjöf og hirðingu»,
þá hlyti búskapurinn á þeim að vera svo auð-
virðilegur sem á verstu örreitiskotum. Nú vill
yflr höfuð allt útigöngufje verða ullarlakara en
húsfje, enda eru og líka til þær jarðir, og það
enda þær allra-beztu sauðgöngujarðir, sem «lín»-
ulluð kind getur ekki þriíist á; þetta er einkum
tilfellið á sliógar- og sandjörðum. Á öllumjörð-
um, sem birkiskógur (Betula alba) vex, treður
sauðkindin sjer svo undir og innan um runnana,
að brumið á skóginum dregur burt alla ullina af
síðunum sem hann nær; lausust og flækjulegust
verður fyrir honum «Zín»-ullin, svo að þannig ull-
aðar kindur verða allsnaktar á síðunum þegar
fram á veturinn kemur, og þá er þvilíkum kind-
um hætta búin af óblíðu veðuráttunnar. Aptur á
sandjörðunum, þar jetur sandurinn úr allt það
fína úr ullinni. Á öllum þessum jörðum þarsem
sandur og sltógur ríkja í beitarlöndunum, þarf því
ullin að vera sem sterkust og jafnvel nokkuð ill-
hæru blandin til að geta varðveitt fjeð fyrir vetr-
arkulda og illviðrum. En þetta mun vera ein af
aðalorsökum, að sunnlenzka ullin verður óálitlegri
og í allan máta lakari en norðlenzka ullin, hvar
minni eru hrakviðrin og fjenaður yfir höfuð verð-
ur að hafast meira við hús.
Að bæta ullina að toginu til, með því að fara
betur með fjeð, ætla jeg að ekki sje kostur hjer
á landi, óvíða er eða verður farið betur með fje,
en einstakir menn í Reykjavík, sem hafa fáar kind-
ur, gjöra, þó er íoplagið á þeim öldungis eins og
á annara fje. Það eina ráðið álítjeg að sje fjár-
breytingin eða kynbreytingin, með því má víða
bæta ullina mikið, frá því sem enn er, en allt um
það hefir þó allt sauðfje hjer á landi þessa með-
fæddu erfðasynd togið, og verður víst fastheldið
við það. Hjer til geta menn að vísu svarað, að
panta mætti kindur frá útlöndum, til að bæta með
kynferðið og ullina. Tilraunir til þessa hafa og
fleirum sinnum verið gjörðar af íslendingum eink-
um á árunum 1850—56, en það sá jeg og reyndi,
að það Skozka fje, sem hjer kom á þeim árum, sýnd-
ist upphaflega þelmeira og togminna, en þó óx
með framtíðinni á þeim kindum, og því sem út af
því kyni kom, svo digur og sterk illhæra, sem
mest líkist við niðurbritjað fax eður taglhár hrossa,
en svo stórvaxin illhæra mun trautt koma fyrir í
innlendu fje. Étlendar íkynjanir munu ekki held-
ur vera sem hagkvæmastar hjer hjá oss, — hjer
er illviðrasamt og hörð veðurátta, sem vart þola
aðrar skepnur en sem eru í því fæddar og upp
aldar. Af útlendu kyni sem hingað heör komið
til þessa, ætlajeg að landið haö haft lítinn gróða
— kann ske dálítinn halla—, já, það svo að það
er ekki áfýsandi að svo komnu, að leita íkynjunar
frá útlöndum, til að eyða með toginu úr íslenzku
ullinni; þar á móti er í mesta máta hvetjandi til,
að menn breyti svo kyni sinu — þar sem það má
— hjer innan lands, og bjálpist til þess, sem
framast er unt, til að fá kindur sínar sem bezt
ullaðar, og sem reynslan heör sýnt að vel heör
geöst. Bóndi sunnanlands.
III. EINFALT MEÐAL VIÐ BITI.
f>að ber ósjaldan við meðal vor, að menn og
skepnur verða fyrir biti af þeim ýmsu húsdýrum
vorum og öðrum tegundum í dýraríkinu. tannig
vita menn, að refar og hundar bíta sauðkindurnar
til dauðs og skaða; mýs fara þrávalt í kindur við
langar innistöður og jeta þær meira og minna,
einnig kemur fyrir, að menn verða fyrir biti af
ýmsum dýrum, t. a. m. þorski, löngu, steinbít,
skötu, sel, o. fl. úr sjó, af hunduin nefnil. með
fleiru og jafnvel mönnum; það ber opt við, að
menn bíta, ýmist af reiði eða ráðleysi. Allt því-
líkt bit af rifdýrum, öskum og mönnum hefst opt-
ast mjög illa við, og likist sem því fylgi nokkurs
konar eiturtegund, gegnir illu, og úthveröst opt við
lifjabrúkun, einkum fyrst í stað, jafnvel hvað lítið
sem það er. Það sýnist vera lítið i það varið, að
maður kann að rífa sig lítið á hönd eða öngur á
ösktönnum, en hvað opt verður ekkisú litla skeina
að langvarandi fleiðrum og vogrísum, og á stund-