Tíminn - 06.07.1872, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.07.1872, Blaðsíða 8
68 nu? Það væri vert að einhver, er þess væri um- kominn vildi skrifa um þetta, og segja mönnum orsökina, því málið er mikils vert og mjög áríð- andi fyrir landið, að skólinn væri í sem beztu liorfi, eins og það ekki heldur er neinn heiður fyrir landið, ef tslendíngar skyldu standa svo langt á baki Ðana í allri skóla mentun. — 3.þ. m. kom hingað "Tre Brödre» 22 lestir, fermt kornvöru að mestu til norsku verzlunarinn- ar hjer í Rvík og Hafnarfirði, og daginn eptir kom enskt lystiskip <'Nyanze», með 5 enska ferða- menn og 3 kvennmenn. — Gufuskipið «Qveen» kom aptur fráEnglandi 5. þ. m., og með 13 ferðamenn, 10 karlmenn og 3 konur, sem sagt er munu ætla sjer að ferðast til Þingvalla og víðar, — Gripasýningin byrjaði 13. f. m. eins og «Tíminn» gat um áður, með allri þeirri viðhöfn, sem átti við slíkt tækifæri, margar þúsundir manna voru viðstaddar, er væntu vatnsins hræringar. Hlut- ir frá ýmsum löndum eru þar saman komnir, og glerhöllin, sem sýningin fer fram í, prýdd með mörgum myndum af ýmsum konungum og merk- ismönnum, með öðru fleiru. Um kl. 12, fögnuðu menn komu konungs vors Kristjáns IX, ásamt erfðaprinzinum, prinzessunni og öðru föruneyti hans. Þá er konungurinn stje fram á sjónarpallinn, stóð upp herskipaliðsforinginn Tuxen, og kallaði: «lengi lifi konungurinn», og var tekið undir með margföldu «húrra». Eptir það að konungurinn hafði tekið sjer sæti með föruneyti sínu, stóð hann upp og ávarpaði samkomuna með þessum orðum: «t*að er mjer sönn gleði og ánægja að opna gripa- sýninguna; en það, að mín elskulega drottning getur ekki verið hjer viðstödd, eykur henni mik- illar hryggðar, og mjer sárs saknaðar, og jeg veit að allt samkvæmið er með sömu tilfmningum. Sömuleiðis að minn elskulegur vinur Karl XV (Svía konungur) getur eigi verið það heldur, en jeg má fullvissa um það, að hann er hjer nálæg- ur í anda, og með beztu óskum. Um leið og jeg óska, að sýning þessi megi bera heillaríkan ávöxt fyrir framfarir og starfsemi íþróttanna á norður- löndum, þeim til hamingju og framfara, lýsi jeg því hjer með hátíðlega yfir, að hin önnur gripa- sýning norðurlanda er opnuð«. Að lokinni ræðu konungs fór sýningin fram í nærveru konungs. Kl. 3 ók hann á brott, ásamt föruneyti sínu. (Sjá «Berlingatíð.» af 13. f. m.j. — Fyrir hjeraðsrjetti Gullbringu- og Kjósar- sýslu 4. þ. m. var Jón Ólafsson dæmdur í lOOrd. sekt til fátækrasjóðs Seltjarnarneshr. fyrir óleyfi- lega prentun á Elliðavatni og ritið «Smávegis<< upptækt. — Á íslandi 1871. Fœddir: karlkyns 1164, kvennkyns 1112 samtals 2276; þar af óskil- getin börn 397, en andvana fædd 81. Dánir: karlkyns 1003, kvennkyns 887 samtals 1890; fleiri fæddir enn dánir 386. Af hinum dánu voru á fyrsta ári 615, en 119 höfðu farist af slysförum, þar af voru drukknaðir 101. Hjónavígslur 354. Fermd- ir 1537. AUGLÝSINGAR. — IVýtt sexmaiinafar, vel vandað, með öllu tilheyrandi nema stjórafæri, fæst til kaups með góðum kjörum hjá undirskrif- uðum. Rej'kjavík, 29. dag júním. 1872. Einar Pórðarson, prentari. tffg* Hjer með vil jeg vinsamlegast biðja hina heiðruðu kaupendur «Tímans», sem ekki hafa borgað hinn fyrri helming árgangsins, nefnil. 2 mörk, að gjöra það hið fyrsta. Ábm. fág* Auglýsingar eru teknar í blaðið 2 sk. fyrir (Corpus) stærra leturslínuna, en 3 sk. fyrir (Petit) smærra leturslínuna. Ábyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson. Prentator í prentsmibju íslands. Einar púrtiarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.