Tíminn - 06.07.1872, Blaðsíða 4
64
um fingur- og handarmeinum? Það einfalda en
mest verkandi ráð, víst til að byrja með — er
b 1 ó ð i ð úr sama eða samitym-dýri, sem bitið
framdi. Menn skyidu því allajafna reyna að ná
svo fljótt sem verður lifandi blóði úr dvrakyninu,
sem beit, bera vel á og maka sárið upp úrþví, og
optar en einusinni, ef kostur erá. Fyrir þessari
verkun blóðsins á bitinu er bæði gömul og ný
reynsla. t*að er næstum ótrúlegt hvað stórar og
slæmar fiskrifur hafa gróið svo að segja undir
eins, hafi þetta verið athugað og við haft, þar
sein aðrar lítt merkjanlegar hamlar því, að þessu
óþekktu eða óreyndu hafa orðið að vondum mein-
um. Það hefir lengi verið álitið, og þó kallað
"kellingarbók», að það væri gott við músátu í
kindum, að ná lifandi mús, kryfja hana og leggja
yfir sárið; en það eru sjálfsagt verkanir blóðsins,
sem þar hefir græðsluaflið, en ekki svo allur lík-
aminn yfir höfuð.
Yerið getur að sumir haldi, að það muni
endilega eiga að vera blóðið úr þeim enum sömu
mönnum eða dýrum sem bíta, sem eigi að hafa
tilgræðslunnar; jeg vil ekki neita því, að mjer þætti
ekki ólíklegt, að það kynni að vera sterkara, sjer-
deilis ef bitið er framið í reiði eða æði, og að
þannig upp hissað eða ólgandi blóð væri krapt-
meira til græðslu en annað sem væri tekið úr
meinlausu dýri, sem rólegu blóðrensli; en af eigin
reynslu er jeg þó sannfærður um miklar og heilla-
vænlegar verkanir blóðsins, enda í síðarnefndu á-
sigkomulagi til að koma í veg fyrir það illkynjaða
sem gjarnan firrir biti rifdýranna; að vísu geta
bitin opt verið svo mikil, að blóðið kunni ekki að
duga eingöngu, og þurfi því að brúka fleiri græði-
lyf við þau; en lyfin hafa þá miklu meiri og betri
áhrif á sárin, hafi þau verið fyrst vökvuð með
blóðinu. 12.
GAMAN OG ALVARA.
Motto: nGaudeamm igitur,
dum juvenes sumus:
post jucundam juventutem,
post molestam senectutem,
nos habebit humus.
Old poem».
1. Meðan ungir erum,
ávalt glaðir verum,
angri kvíðum eigi hót:
eptir æsku gæðum
og elli þungrar mæðum,
grafarhúmið gín oss mót.
2. Nú skal þulur þylja,
ef þegnar hlýða vilja
kvæði því er kemur hér;
það er um Ameríku,
álfuna gnægðaríku.
Af öllum hljóðs eg æski mjer.
3. það er í Ameríku
afarnóg af slíku,
er helst má girna hug og sál;
þar er frelsið fræga,
er farsæld veitir næga,
og þar er enskan móðurmál.
4. Þar er gullið glæsta,
og gróðursemi’ in stæsta,
þar er járnbraut, þar eru grjón,
þar eru kýr og kálfar,
í klettum búa álfar,
þar eru tígrar, þar eru ljón.
5. Þar eru dvergar, draugar,
dys og fornir haugar,
fljót og dalir, drangar, fjöll,
þar eru fiskar fráir,
og fossar himinbláir,
þar er fs og þar er mjöll.
6. J>ar eru gráir gaukar,
í gryfjum spretta laukar,
á þúfnakollum þyrnir er;
koma þar krókodílar,
kanínur og fílar;
þar er rjómi og þar er smér.
7. J>ar eru refir, róur,
rjúpur, álftir, lóur,