Tíminn - 06.07.1872, Blaðsíða 5
65
og brennivín af beztn sort,
lummur, kaííi, kökur,
krummar og skjaldbökur,
þar eru hurðir, þar eru port.
8. I>ar eru mý og maurar
og mestu ríkispaurar,
uglur, spóar, ígulker,
birnir, hreindýr, hérar,
hestar, tryppi, merar,
lax í fljótum leikur sjer.
9. Þar eru þægar brækur,
þófar og sálmabækur,
þó sem blöðin þegja um,
ostar, fíflar, flautir,
fen og holt og lautir,
og hríð og regn afhimninum.
10. far eru kappar knáir,
kraptalegir, háir,
og þar er Björn frá Breiðuvík,
hann liggur und leiði grænu,
að lífi þrotnu vænu.
Álfa sú er af öllu rík.
11. Nú heff eg talið næsta,
ið nauðsynlega og stæsta,
er góða landið gefur af ser.
Nú skal þjóðir þylja,
er þarna1 búa vilja,
og fleira það, er þarflegt er.
12. þar eru þjóðir spanskar,
þýskar, norskar, franskar,
perskar, írskar, arabskar,
valskar, sveizkar, svenskar,
sínverskar og enskar;
þar eru margir Mongólar.
13. Þar eru einnig Indur,
af þeim komu Vindur,
er fyrrum börðu Baunum á;
þar eru Pólir, Prússar,
Portúgalsmenn, Rússar,
einnig menn af Afríká.
14. þar eru skáld og skólar,
skattar, byskupsstólar,
og lögstjórn sem(?) á landi hjer;
þar eru pokaprestar,
pólitíkur beztar,
allt það hvað af öðru ber.
15. f>ar eru vélar vænar,
er vefa’ ábreiður grænar,
og fleirlitar, ef þykir þörf;
þar er gylt og glitað,
gárað, prjónað, litað,
og þar eru önnur þvílík störf.
16. f>ar eru dorrar, dórar,
og drukknir haugamórar,
þrifalegir, ef þörf er á,
á vorin vatns þeir leita,
vænt er sauðum beita,
og láta þá fagra sólu sjá.
17. Þar eru smyrlar þýskir,
og þar eru sumir nískir,
og þar eru rauðir ribbungar,
þeir eru grílum glíkir,
grimmir og fólskuríkir,
og eru nefndir Indíar.
18. f>ar eru margar meyar,
og í Mitsígani eyar,
og í þeim fáir okkur frá,
enn fleiri fara bráðum,
og fá svo að lifa’ í náðum,
meðan líf þeim auðnast á.
19. Enn það, sem þó er ið vesta,
þótt verið gæti’ ið besta,
er, að land það fundum fyst,
enn það var af þungum ráðum,
að þar ei festu náðum,
og fyrir því höfum frelsið mist.
20. Um hríð eg mun nú hætta,
þótt hér við bæta mætta,
væri rúm og tími til.
Þeir hafl þökk, er hlýddu,
og þeygi kvæðið níddu,
þeim eg færa þetta vil.
Þorleifur Jónsson.
1) Sbr. allan pjóbúlf.
Húf.