Tíminn - 16.06.1873, Side 6

Tíminn - 16.06.1873, Side 6
62 nema eymdina tóma. Víkingsskapur allur virðist nú genginn úr móð, enda mundi hann nú leiða til þess, að annað tveggja fengju menn kúlu í gegnum hausinn eða yrðu hengdir upp í reiða. Rithöfundurinn segir, að hjer rnætti margt gjöra; en pví er þá eptir 1000 ár allt þetta marga ógjört? Hvar eru verksmiðjurnar? hvar eru vegirnir, járn- brautirnar, kanalarnir, hafnirnar, vitarnir með ótal öðru fleira, sem til framfara heyrir?— Eptir 1000 á'r eru mýrarnar á íslandi hið sama kviksyndi og þær voru þá er landið byggðist, ef eigi langtum verri. Loplslagið er og án efa engu betra, og það er kunnugra, en frá þurfl að segja, hvernig skógarnir eru farnir. Viðrjetting íslands heflr hingað til eigi komizt nema á pappírinn, en Vest- urheimsmenn hafa á 50 árum gjört þau stórmerki, er undrum gegna og eigi finnast dæmi til í ver- aldarsögunni. Það, að aptra mönnum með ósann- indum frá, að komast í slíht. land, sem Ameríka er, er illa gjört og lýsir engum mannkærleika. x. + 10. LANDIÐ FAGRA. Til Brasilíu að bregða sjer bezt er þegnum snjöllum þar sælgætið eilíft er í rúsínu fjölium. Og við hunangselfurnar allir gleði njóta, á því svæði sælunnar sem að aldrei þrjóta. Margir sagna meistarar meining slíka bera, ódáins að akur þar, inndæll muni vera. Ef að reyndist þannig það, þrautir mundu skerða, íslendingar í þeim stað ódauðlegir verða. Það er engin eptirsjá íslands niðjum fríðum, kreika hjeðan köldum frá krækiberjahlíðum. Firða þjáir hregg og hríð hjer um vetrardægur, þar er sífeld sumartíð og sólarhiti nægur. Fölnar aldrei foldar þar fagur aldin blómi, grænar hlíðar glóbjartar gyllir uppheims ljómi. Slíka votta flrðar frægð og frelsis löngum heita, suður í þá sælu nægð, sem að hjeðan leita. Sæmdar auka sýnist mjer sig úr ánauð losa, og leggjast ekki lúinn hjer lands- í kaldan -mosa. Snúum vorri fóstru frá, festum dúk við rengur, búum ekki bræður á brjóstum hennar lengur. Gleymum landi, gleymum þjóð, gleymum æsku sporum, einnig því að íslands blóð í æðum rennur vorum. Ljettbært verður lífið þá, lukku glansar hagur, upp mun renna allt þar frá enginn mæðudagur. í*ar sem allskyns auðnu hnoss, yndis þróar standið, fögur gæfan flytji oss, í fyrirheitna landið. Óspakur á íslandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.