Tíminn - 12.07.1873, Síða 5

Tíminn - 12.07.1873, Síða 5
69 leyti skal jeg, ef á mig verður skorað, leitast við að sanna, að «búskapan)-aðferðin verður með tím- anum engum mun dýrari en «Reykjavíkurvistar»- aðferðin. Jeg hefi skrifað þetta stofnendunum til leið- beiningar, og þjóðinni til upplýsingar um þetta efni, því það er mjög mikils-varðandi. Reykjavík, 4. júlí 1873. (tempus futurum) — 3. — Hjer með leyfi jeg mjer herra ritstjóri að biðja yður að taka eptirfylgjandi reikning í blað yðar. Tilgangur minn með að láta reikning þenna koma fyrir almennings augu er sá, að sýnavenzla mönnum mínum óg kunningjum, að jeg hefi eigi að orsakalausu brotist úr þjónustu Smiths eptir 17 ára dvöl hjá honum. Úttekið Innlagt Reikningur. Rd. #/3 Rd. ]f /3 Innlögð laun, peningar og ýms- ar vörur á árunum 1857—73 fyrir 13,114 rd. 5 mrk 7 sk. hjer af 5°/0 Rabbat . . I) » » 655 4 8 fóknun (Douceur) fyrir specu- lants-túra mína í 8 ár, lOOrd. » » » 800 » » Mismunur í launum 3 fyrstu árin » » » 300 » » Hjer upp í borgað: Rabbat 40 » » do 48 » » do 25 » » do 4 3 5 þóknun fyrir speculants-túra . 180 » » 1 Gullúr 25 » » Verða mjer til góða 1, ,433 1 3 1,755 4 8 1 ,755 4 8 Mjer til góða » » » 1 ,433 1 3 Sumir er lesa reikning þenna kunna má ske að segja að jeg eigi ekki heimtun á, að fá það hjer um rædda «Rabbat», en það er vani bæði Smiths og fleiri kaupmanna í Reykjavík, svo sem Fischers, Havsteins, Thomsens og P. C. Iínudtzons að gefa 5 til 6% af innlögðum peningum og vörum, en jeg skoða laun mín sem innlögð «Contant», því það hlýtur að vera skylda hvers Principals að borga þjónum sínum laun þeirra á mánuði hverj- um með peningum ef eigi er öðruvísi umsamið. þóknun fyrir «Speculants-túra» er almenn í Rvík 100 rd. og vil jeg nefna þá er helzt senda í þess- konar túra, svo sem Fischer, C. Fr. Siemsen og P. C. Iínudlzon, og mun enginn þeirra hafa gefið mönnum sínum minna en 100 rd., jeg veit fyrir víst um hina 2 fyrst nefndu, og jeg veit einnig það, að Smith lofaði mjer almennri þóknun. Mis- munur á launum mínum 3 fyrstu árin, er kunnur E. M. Waage, er þá var verzlunarstjóri Smiths, honum er það kunnugt að mjer var lofað 150rd. hvert ár og 1 % af útskipuðum vörum og pening- um, en það má nærri geta, að verzlun Smiths var þá stærri en svo, að hún næmi einungis 15000 rd. svo hjer er eigi ofmikið tilfært. Hinn síðasta við- skilnað Smiths við mig, vil jeg eigi minnast á hjer, jeS hefi sagt fleirum en einum satt og rjett frá honum, svo þess gjörist hjer eigi þörf. Reykjavík í júnímán. 1873. Th. Stephensen. EYKONAN (ÍSLAND) til dóttur sinnar (þjóðarinnar). 1. Vor aldna móðir í urgum sæ eykonan göfga situr, með angurglöðum alvörublæ ávarp hún þjóðinni fiytur: 2. «Bezta dóttir! mín brjóslonum á ber eg með móðurtárum, þig hef eg getið, þjóðin mín smá, fyrir þúsund liðnum árum. 3. Faðir þinn gamli þá fann mig hjer framar ei trúnað skildum. Nú geymi jeg bein hans, en andinn er í alföður höndum mildum. 4. Þú hefir bráðum um þúsund ár í þjóðerni lifað sama, og upp við brjóst mín blóðug og sár barnlega sefað ama. 5. Geymdirðu forðum og geymirðu nú

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.