Tíminn - 12.08.1873, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.08.1873, Blaðsíða 1
'ff'ÍMIWW. 2. ar. Reykjavik, 12. ágúst 1873. 19.—20. bl&ð. — Póstskipið «Diana» kom hjer 18. f. m. Með því kom fjöldi farmanna, frá Kmh. kand. í guð- fræði Steingrímur Hannesson Johnsen kaupmanns í Reykjavík, hann tók embættispróf í guðfræði við háskólann í júní og fekk 2. aðaleinkunn. Iíand. Vindfeld Hansen, er sendur er upp af stjórninni til að sjá út hvar hentugast sje að brúleggja Þjórsá og Ölfusá. FráBretfandikomu IBsamtals. Frú Sig- ríður, kona hr. Eiríks Magnússonar bókavarðar í Cambrigde og systir hennar fröken Soffía frá Brekkubæ hjer f Reykjavík. Enska skáldið Morris er ferðaðist hjer um land í hittið fyrra sumar, 2 ferðamenn fráAmeríku, auk fl. Til Vestmanna- eyja komu einnig 2 íslendingar, Loptur Jónsson og Magnús er þaðan fóru til Vesturheimsfyrir 16árum, og tóku Mormónatrú og eru þar í góðugengi, ætla þeir að dvelja velrarlangt í Eyjunum og fara síðan að vori. Póstskipið fór aptur 27. f. mán. Með því tóku sjerfar: kaupmaður Fischer hjer íbænum, Guðmundur Vesluramtsskrifari Pálsson og Jón Ólafsson iitstjóri «Göngu-Hrólfs» til Djúpavogs, en orð leikur á, að hann hafi ætlað spöl lengra, og mun G.-«Hr.» vera líklega fallinn úr blaða-sög- unni. 10 Vesturheimsfarar úr Múlasýslunum fóru einnig með póstskipinu er komu með því fráDjúpav. — Með póstskipinu bárust engar sjerlegar frjett- ir, eigi var heldur veitt rektorsembættið við lærða skólann. — 10. f. mán. kom gufuskipið «Pera», og fór aptur 12. s. mán. með því fluttust út 132 hross. — 15. s. mán. gufuskipið «Queen» og fór apt- ur 16. s. mán. með 303 hross. — 21. s. mán. gufuskipið «Waverley», fórapt- ur 23. s. mán. og flutti út 617 hross og 7 naut. — 28. s. mán. gufuskipið «Pera», fór aptur 30. s. mán. flutti út 128 hross, og 12 manns, Vest- urheimsfara hjer úr bænum, og Helgu konu Einars kaupmanns Bjarnasonar,—er fór fyrir 2 árum til Vesturheims,— ásamt 10 börnum þeirra og 1 stúlku. — 28. f. mán. gufuskipið «Queen» fór aptur hjeðan um kveldið, með 19 hesta, norður til Borð- eyrar og Akureyrar til að flytja þaðan 200 Vest- urheimsfara, er ráðnir voru til þeirrar farar1. Enn fremur sigldi hjeðan í sumar Norðmað- ur með 14 hesta, og skip af Eyrarbakka með 40 hesta. Þannig hefir því verið útflutt hjeðan af suðurlandi 1 sumar víðs vegar að, 2,653 hross. Og ef að nú Englendingarborguðu 2rd. útflutningstoll af hverju hrossi í sjóð landsins, yrðu það í ár 5,306 rd., sem gæti orðið góður styrkur gufuskips- ferðum kring um landið, er íslendingar þarfnast enn. Það er því vonandi að þegar fjárhagur landsins er orðinn innlendur, að nefndur tollur og ferðir komizt á, sem er grýla í augum höf. í«Tím.» um tollinn. — Síðan blað vort kom út 12. f. mán. hefir tíðarfarið verið hjer á suðurlandi á þessa leið: Kuldar og norðanstormar, frá þeim 14. til 19. vatnskrapi til sveita og snjó dreif á fjöll þann 17. upp frá þeim tíma mátti heita blíðasla veður og þurrviðri til mánaðarins enda, 24. var rigning og sunnanstormur. Með þessum mánuði brá til sunn- an áttar og úrkomu. Fiskiafli ágætur af þorski og stútung, síðan gæftir komu og hans varð sinnt frá öðrum störfum. Fiskiduggurnar hjer á Suð- nesjum hafa aflað allvel í næstliðnum mánuði. — Á þessu sumri hefir verið afbragðs góð lax- veiði f öllum veiðiám hjer sunnanlands. — Sagt er að eldurinn hafi verið uppi í fyrra mánuði á sömu stöðvum og fyrr. -j- 17. f. mán. andaðist húsfrú Ingibjörg Þor- valdsdóttir próf. Böðvarssonar, 66 að aldri, ekkja t) Waverley flntti út 593 broas, 6. f. m., en eigi 590. 73

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.