Tíminn - 12.08.1873, Blaðsíða 5
77
oss að um það mætti segja, að ekki sje eiginlega
þörf á að keyra, fyr en komið sje á bak, það er
að segja: það kunni máske vera gott og þarflegt,
þegar íslendingar eru búnir sjálflr að fá fjárfor-
ræði, og fjárhagurinn svo kominn í mát, fyr ekki.
Hin er sú, að koma með tollinum í veg fyrir þá
óttalegu fjárfækkun, sem Reykvíkingar æ og jafn-
an reikna út að hljóti að eiga sjer stað ( landinu,
ef salan skyldi haldast ókreinkt. Til að hægja
þessum fyrir hjartanu og sýna þeim, að æxlun fjen-
aðarins sje ekki með öllu útdauð í landi voru, og
jafnframt, að bændur sjeu ekki heldur öldungis agn-
dofa, eða hugsunarlausir, vil jeg segja þeim eina
eftirtektaverða sögu; hún er sú: að á einu heimili
í Árnessýslu, þar sem að eins eru 2 ábúendur, voru
núna fyrir Jónsmessuna fædd 10 folöld, sem lifðu,
og 5 voru þar þó enn í vændum; og í einu hverfl, á
meðal hjer um bil 5—6 búenda voru á næstliðnum
vetri settir á 16 kálfar. Af þessn sýnishorni sjest,
að fjenaðartalan getur við haldist i Iandinu, þó fá-
einar sjeu seldar út úr því.
En máske enn eitt atriði sje falið undir þess-
ari tollheimtu, sumsje það, að bændurnir, með því
að geta fengið svona vel borgaðar gkepnur sínar,
eigi of hægt með að fóðra gemlingana sína í
Rvík, sem þeir þó mega til að fóðra, hvert sem
þeir vilja eiga þá eða ekki?
Annars hefir «Tíminn« fyr og síðar, eins og
honum líka bar, tekið tollinn, svo tilfinnanlegaí koll-
inn að óþarfi virðist að fara um hann íleiri orðum,
og vonandi, að hann enn og jafnan kafni í fæð-
ingunni. J—j—i.
SVAR
til Th. Stephensens.
Jeg hefi sjeð í blaðinu «Tíminn», kveðju þá,
er Th. (l’orvaldur) Stephensen sendir mjer eptir
burtför sína hjeðan af landi; en jeg verð alveg að
mótmæla skuldakröfu þeirri, sem hann kveðst eiga
hjá mjer, og geta samþjónar hans bezt upplýst
venzlamenn hans og kunningja um það, hvernig
jeg hefi farið með þennan þjón minn, eins og
líkaafkomahans með fjölskyldu sinni er einnig Ijós-
asti vottur um. Að lokum verð jeg að játa þá
einu yfirsjón frá minni hálfu við Þorvald, að jeg
hafði ekki löngu fyrr vikið honum úr þjónustu
minni sökum vanþakklætis hans og vaxandi hroka.
Enn fremur verð eg að gjöra þá athugasemd:
að þessi herra Stephensens krafa, sem hann hefir
uppspunnið í sínum hyggna heila, hefir hvorki
fyr nje síðar komið til umræðu okkar í milli, þar
hannþvertá móti ávallt fullvissaði mig um ánægju
sína bæði með launin og þóknun þá erhann þarað
auki fjekk, og sem í sannleika hvorttveggja var
meira en hann átti virkilega skilið.
Reykjavík í Júlímánuði 1873.
M. Smith.
(Aðsent). — Efist landsmenn um að Hans Hátign
Konungrinn eigi muni sjá aðgjörðir þessa þings í
sumar, er ekkert einfuldara og kostnaðarminna en
að fela einhverjum trúum íslendingi á hendur í
Kaupmannahöfn og þar til hæfum, að ganga fyrir
konung og afhenda honum stjórnarmálið og ávarp-
ið til konungs, heldur en að auka landinu óþarfa-
kostnað og þýðingarlítinn, með sendingu 3ja manna
á konungsfund, er eigi afreka meira en 1 maður
í því efni, þar varla mun konungur fara að skrafa
og skeggræða við það tækifæri um landsins gagn
og nauðsynjar. Pv. {5. Acp.
FRÁ ÚTLÖINDUM.
Mac-Mahon. Þegar að Frakkland hafði orðið
að sjá á bak Napoleon keisara III., er hafði reist
við Frakkland úr þeirri niðurlægju, er það allt frá
brottrekstri Napoleons hins I. hafði orðið að búa
við gagnvart öðrum þjóðum, og áunnið þjóð
sinni lof allra fyrir hreysti og herfrægð, þá var,
eins og vjer vitum, Thiers trúað fyrir að leiða
Frakkland út úr hættunum, er hvaðanæfa ógnuðu
með að gjöreyða það, enda var hann og maður
iíklegastur til þess, að fá þessu til leiðar komið,
því að bæði var hann maður stórvitur og stjórn-