Tíminn - 12.08.1873, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.08.1873, Blaðsíða 4
76 auki var skólinn við hann kenndur af því, að hann er hinn eini enn sem komið er í Kjalarnesþingi með því fyrirkomulagi, sem í gjafarbjefl, Thor- chillii sál. er ákveðið, að vera skuli á stofnun fyrir börn, er styrk fá af gjöönni. Skólinn er beinlínis hæli (Asyl) og uppeldisstofnuu fyrir Thor- chilliisjóðs-börn og nm leið kennslustofnun fyrir þau, og þau önnur börn og unglinga, er annað- hvort ganga í skólann, cða um kennslutímann hafa þar einnig bústað og allt uppeldi. Kennslan er þrennskonar, 1. barnakennslan (næstliðinn vet- ur: lestur, lærdómsbók, biflíusögur, skript, rjett- ritun, reikningur, söngur); 2. sjerstökhennsla, sem einnig fermdir unglingar geta notið (næstl. vetur: rjettritun, reikningur, danska, enska), og 3. hand- vinnukennsla fyrir ófermdar og fermdar stúlkur (næstl. vetur: ýmislegt prjón, og að sauma). Að- gang að skólanum hafa ekki einungis innanhrepps- börn, heldur og, að svo miklu leyti sem húsrúm og ástæður skólans leyfa, börn hvaðan sem eru úr Kjalarnesþingi, og það með sömu kjörum og innanhreppsbarn. Málefnum skólans er samkvæmt reglum stofn- unarinnar stjórnað af nefnd í hreppnum, og sókn- arpresturinn formaður hennar. Eins og nærri má geta, varð stofnun þessi ærið kostnaðarsöm, þar sem bæði varð að fá henni jörð til eignar, er skólahaldari gæti búið á, byggja henni á þessari jarðeign stórt timburhús og út- vega ýmsa skóla muni. Engin styrkur heör til þessa getað fengizt handa stofnuninni, nema frá einstökum mönnum, og er þó ekki því um að kenna, að annars haö ekki verið leitað, og líka beiðzt bóta fyrir bókaránið. Stofnunin er þvi komin upp einungis af samskotum og lánum; hafa bæði innanhreppsmenn skotið fjenu saman, og eins hafamargir aðrir meðveglyndi rjettstofnuninni örláta hönd, og meðal þeirra nokkrir helztu höfðingjar í Reykjavík. En eigi að síður er hún þó í þung- um skuldum, og það svo, að ekki er annað sýnna en að þessi tilraun til að lýkna vorum bágstadda og fáfróða æskulýð, verði að falla vegna aðkalls skuldaheimtumanna, og stofnunin að seljast upp f skuldir, nema hjálpin komi því fyr og betur. En vjer treystum því, að það sje þó ekki ráð forsjónarinnar, að stofnun þessi verði nú þeg- ar að engu án frekari ávaxta en hún nú heör borið. Vjer treystum því, að hún muni enn eiga mörgum ástríkum barnavin og mannvin velgjörð að þakka, — ekki einungis þeim, er einhvers vegna finna sig knúða tilaðvotta Vatnsleyustrandarhreppi velvilja sinn eða rækt, heldur og öðrum þeim föðurlandsvinum, semjafnan vilja styðja að hverju því, er efla má menningu og framfarir almennings í landinu. í þeirri von, að blað þetta hilti margan slík- an, óskum vjer, að þeir lesendur þess eða heyr- endur, er hjálpa vilja "Thorchillii barnaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi», riti hjerá nöfn sín, stjelt og heimili, og þar út undan upphæð gjafar sinn- ar, er þakklátlega verður þegin, hversu lítil sem er frá hverjum. t*eim gjöfum, sem viðkomend- ur senda ekki skólanefndarformanni með ávísun, eða á annan veg, heör herra lögreglumaður Jón Borgfirðingur í Reykjavík góðfúslega lofað að veita viðtöku vor vegna*. Vatnsleysustrandarhreppi, 30. Júlí 1873. Skólanefnd Thorchillii barnaskóla í Vatnsleysust.hr. (Aðsent). — Af 2. ári 15.—16. bl. <iTímans» bls. 63 má sjá, að eitthvert blað sje nýkomið út, sem kallar sig «Víkverji», — ætli að eigi að þýða Reykvík- inga-verji? I — hvernig sem það er, þá má þó heyra af orðunum í «Tímanum», að ekki muni Reykvíkingar vera öldungis hættir við, að hrópa og heimta tollinn á útflutta kvikfjenaðinn úr land- inu. jþað mega til að vera víst einhverjar sjer- legar ástæður, sem þessir tollheimtarar, bæði þessi í «Víkverja», Ogáður í «Tímans» 1. ári, 18. —19. bl. bafa; vjer getum helzt ímyndað oss, að þar kunni einkum að vera tvær; önnur sú, að auka með því álitlegar tekjur landsjóðsins; það kann nú að vera mikið vel hugsað, en þó sýnist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.