Tíminn - 12.08.1873, Blaðsíða 6
78
kænn; hann tókst þetta hið vandasama starf á
hendur, og hann hjet, þá er hann tók við stjórn
lýðveldisins, að búa svo um hnútana að hendingin
ein eigi framvegis rjeði hvort Frakkland skyldi lýð-
ríki vera eður einveldi. En það kom brátt fram
að hann var maður ráðríkur, og olli það honum
óvinsældum af hendi meiri hluta þingmanna þeirra
er setu áttu á þjóðsamkomu Frakklands, og þá er
hanu reyndi til í verkinu að binda enda á heit
það, er hann hafði gjört í byrjun ríkisstjórnar
sinnar, þá ljet þingheimur loks opinberlega í ljós
óánægju sína, og lýstu yflr því, að þeir gætu eigi
framar borið traust til Thiers og hans stjórnar,
oghlauthann því að leggja niður vötdin; þetta var
seinustu dagana í maímánuði. Þingmenn sneru
sjer þá til Mac-Mahons, yflrboðara herliðs Frakka,
og buðu honum forsetatignina; er það hvorttveggja
að hann er mikils metinn af landsbúum og liðs-
menn unna honum hugástum, og þykir mönnum
þinginu hafa farizt viturlega, er það kaus þenna
mann til forsetatignarinnar.
Vjer viljum leyfa oss að þessu sinni að færa
lesendum «Tímans» helztu æflatriði þessa manns,
er heill Frakklands nú sem stendur er komin und-
ir, enda teljum vjer og víst, að mönnum muni það
eigi vera fjarri skapi, að kynna sjer þau.
Marie-Edme-Patrice-Maurice de Mac-Mahon
er fæddur árið 1808; voru foreldrar hans af írskri
höfðingjaætt, er hafði farið brottu af ættlandi sínu,
þá er Stúartsættin leitaði undan til Frakklands; var
faðir hans merkur maður, og hjelt jafnvel vináttu
við Frakkakonung Karl IX, er veitti honum ýmsa
sæmd; hann var auðugur maður og átti land í
fylkinu Sáone et Loire; þar er höll ein, er Sully
nefnist, og var þar Mac-Mahon í heiminn borinn
13. dag júlímánaðar. f>egar á unga aldri sýndi
hinn ungi sveinn hið mesta hugrekki og tilhneig-
ingu til hernaðar, og kom faðir hans honum því
fyrir á hernaðarskólann í St. Cyr; leysti Mac-Ma-
hon næsta fljótt og vel af hendi próf sitt í hern-
aðarfræði og ávann sjer lof kennara sinnaogyflr-
boðara; að afloknu prófi gekk hann í herþjónustu
og varð undirforingi; gegndi hann þessum starfa
sínnm með einstakri alúð, og þegar Frakkar 1830
hófu herferð gegn Algier, þá var Mac-Mahon í
liðsflokki þeirra. í Afrahálfu dvaldist hann nálægt
2 ár, en þá sneri hann aptur til norðurálfu, og
tók þátt í umsátrinu um Antwerpen, og var hann
þá aðstoðarmaður yfirboðara Frakkahers þess, er
Achard er nefndur, en þegar þessum ófriði lauk
sneri hann aptur til Afrahálfu, skaraði hann þar
mjög fram úr liðsbræðrum sínura bæði að hreysti
og áræðni; kom þetta hvorttveggja mjög fram, þá
er Constantínsborg var tekinn með herhlaupi, en
það var árið 1837; en sem laun fyrir hina ágætu
framgöngu fjekk Mac-Mahon yfirforingjatign. 1852
varð hann deildarhöfðingi og var honum þá jafn-
framt falið á hendur stjórn sigurlandsins Constan-
tínsborgar, og hafði hann hana á hendi þar til
hann 1855 var kallaður heim til Parísarborgar; en
er hann var heim kominn, var hann sendur í
Krímeyjarófriðinn, er þá var byrjaður; náði lið-
flokkur hans þar Malakoffturninum, og var það
einkum að þakka framgöngu foringjans, og var
honum þá veitt einkennismark heiðursfylkingunnar,
og ári síðar setu í ráðinu. |>egar Krímeyjaró-
friðnum lauk, var hann sendur aptur til Afrahálfu;
var hann skömmu síðar gjörður að yfirboðara alls
Frakkahers þar í landi.
Nú kom npp ítalaófriðurinn, og var þá Mac-
Mahon gjört boð, að nú þyrfti föðurlandið á hon-
um að halda heima fyrir, var hann þá sendur til
ítalalands, og hafði hann liðsflokk yfir að ráða,
hann hjelt hinum fámenna liðsflokki sínum gegn
óvinunum, og varð fundur þeirra, þar sem Magen-
taborg heitir; tókst þar hin snarpasta orusta og
var lengi tvísýnt, hvor muni bera sigur úr býtum,
en loks fór svo, að Mac-Mahon fjekk þar ágætan
sigur, og var honum þá á sjálfum vígvellinum inn-
an um valkestina veitt marskálkstign og hertoga-
nafnbót, og fjekk hann nafnbót af þessum bæ,
er hafði orðið sjónarvottur að hreysti hans og
drengskap, og var nefndur hertogi af Magenta.
Hann hjelt nú áfram ófriðnum, en er honnm lauk,