Tíminn - 12.08.1873, Blaðsíða 2
n
eptir Björn bónda Sigurðsson á Belgsholti. Hún
stóð fyrir búi sonar síns Þorvaldar prests Björns-
sonar á Reynivöllum í Kjós.
f 30. f. mán. andaðist hjer í Reykjavik, verzl-
unarmaður Peter Ludvig Levinsen 47 ára.
-j- 31. f. mán. andaðist merkisbóndi, og Danne-
brogsmaður Bjarni Brynjúlfssou, fyrr á Kjaranstöð-
um á Akranesi, 58 ára.
-f- (Aðsent). í júlímánuði þ. á., andaðist hinn
háaldraði merkis- og atorkumaður Benidikt járn-
smiður Þorsteinsson á Akureyri, hann var hrein-
skilinn, tryggur og vandaður maður í öllu dagfari
sínu, hann stundaði lestur og bókmenntir og mátti
teljast með fróðari alþýðumönnum. Fingraríms-
iþróttina kunni hann manna bezt, sem því miður
er nú að leggjast niður, eins og ýms önnur göm-
ul fræði. Hann hefir ritað um a, «meðferð og
og herðing á ljáum» í feNorðran 1. ár 1853, nr.
11 —12, 16. b) «athugasemdir um sumarauka» í
«Norðra» 4.ár 1856, nr. 7. ásamt fleiri ritgjörðir
óprentaðar um það efni og íslenzkt tímatal.
— ALÞlNGI íslendinga hið 14. var lokið 2. þ.
mán. eptir að hafa starfað að ætlunarverki sínu,
um rúman mánaðar tíma, — til 2. ágúst — hefir
þetta þing staðið skemmst af alþingum þeim er
haldin hafa verið síðan það hófst 1845. Viljum
vjer lesendum «Tímans» til gamans setja hjeryfir-
lit yfir það, hversu lengi hvort þing hefir staðið:
1845 stóð frá 1. júlí til 5. ágúst 29 fundir.
1847 — — 1. — — 7. — 36 —
1849 — — 2. — — 8. — 38 —
1853 — — 1. — — 10. — 35 —
1855 — — 2. — — 9. — 31 fundur.
1857 — — 1. — — 17. — 32 fundir.
1859 — — 1. — — 18. — 42 —
1861 — — 1. — — 19. — 49 —
1863 — — 1. — — 17. — 39 —
1865 — — 1. — — 26. — 46 —
1867 — — 1. —- — 11. Sept. 54 —
1869 — < 27. — — 13. — 43 —
1871 — — 1. — — 22. Ágúst 42 —
1873, stóð frá 1. júlí til 2. ágúst 24 fundir'
Af þeim 10 kgl. frumvörpum er þessu þingi
voru fengin til meðferðar, voru 2 samþykkt af þeim,
nefnilega frumvarp til tilsk, um ábyrgð fyrir elds-
voða í Reykjavíkur kaupstað, og frumvarp til tilsk.
fyrir ísland, um hlunnindi nokkur fyrir sparisjóði.
Af hinum öðrum málum og bænarskrám er komu
til þingsins, voru hin merkilegustu, um reiknings-
yfirlit íslands 1871—72 og áætlun 1873, og svo
stjórnarbótarmáliH er tekið var til meðferðar og
umræðu 25. f. mán., og leitt til lykta með góðu
samkomulagi, því hjer átti sjer ekki stað, að þessu
sinni, neinn meiri eða minni hluti. í þingloka-
ræðu sinni gat konungsfulltrúi þess, að mál þetta
mundi loksins verða farsællega á enda kljáð, fyrir
hið góða samheldni og samkomulag á þessu þingi.
Að síðustu var samið ávarp frá þinginu til
Hans Hátignar Konungsins, er hjer kemur prent-
að orðrjett eins og þingið samþykkti það, og er
svo hljóðandi;
Allramildasti konungur!
Um leið og Alþingi (slendinga lýkur störfum
sínum í síðasta skipti áður en nýjar kosningar
fara frarn, finnur það hjá sjer sterka innvortis hvöt
til að senda Yðar Iíonunglegu Hátign þetta þegn-
lega ávarp til þess að yfirlýsa þeirri lotningu, sem
það ber fyrir Y. Ií. H. og því traust til Y. Ií. H.,
sem það er gagntekið af.
í hjörtum vorum býr sú lifandi sannfæring,
að Y. K. H. vilji veg og frama allra þegna Yðvarra,
eins vor fslendinga sem annara, og þessi sannfær-
ing styðst við þá yfirlýsingu, sem Y. K. H. allra-
mildilegast hefir þóknazt að gjöra við byrjun ríkis-
stjórnar Yðar í opnu brjefi dagsettu 23. Febr. 1864,
þar sem Y. Ií. H. allramildilegast heitir því með
berum orðum, að sýna öllum þegnum Yðar sama
rjeltlæti og sömu velvild, og sjer í lagi við það
heityrði, sem Y. H. hefir gefið íslendingum í brjefi
8. Júlí s. á., þar sem Y. H. hefir lýst því yfir, að
heill íslands liggi Yður ríkt á hjarta, og að Y. H.
skuli leitast við að sjá og framfylgja hag landsins.
1) í>j<5bfuudaritin 1861, stób frí 5. Júlí til 9. ág. 16 fundir.