Tíminn - 11.02.1874, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.02.1874, Blaðsíða 1
Verð blaðsim (/2 artcir) árg. 4 $. Fyrri hlulinn greiðist fyrir lok marzm., en síðari hlutinn fyrir útgiingu júlí- mánaðar 1874 til ábyrgðar- mannsim. iráMisM# „Tímans í straumi stöndum, sterkléga sem oss ber“. Auglýsingar verða teknar í bl., fyrir 3 /3 smálelurslínan, en 2 /3 stœrraletursl. Parfleg- ar ritgj. til almenningsheilla verða borgaðar eptir sam- komulagi við ábyrgðarm. 3. ár. Reykjavík, 11. febrúar 1874. 3.-4. blað. — SKIPKOMA. 26. f. mán. hafnaði sig hjer skonnert «Reykjavík», 92,14 tons, fermd kolum og steinolíu til 3. verzlana, konsúis E. Siemsens í Reykjavík, Ilafnarfjarðar og Reflavíkur, skipið hafði langa og stranga útivist, og því eigi nein tið- indi með því að frjetta. •j- Hinn 8. f. mánaðar andaðist hjer í bænum, ekkjufrú Iíirstin Sveinbjörnsen, sann- arleg merkiskona, og treguð af öllum þeim er hana þekklu. Ilún var hin mesta söngkona, rödd- in inndæi og fögur, og gat hún því tekið undir með söngmanninum mikla: Engla kvaki eg mun þar Undirtaka glaður, Á fögrum akri eilífðar Endurvakinn maður. týfíf’ Ferð til Akureyrar og |>ingeyjarsýslu með Indriða Sigurðssyni, byrjar hjeðan 12. þ. m. og geta allir sem vilja, komið brjefum og smá- sendingum með þessari ferð fyrir sanngjarnan burðareyrir, til Jóns Borgörðings, fyrir kl. 7 eptir miðjan dag þann 11. þ. mán. Reykjavík, 1. janúar 1874. f>jóðhátíðar árið 1874 ríður í garð með hörk- um og harðindum, svo að elztu menn muna eigi eins slæma tíð, að því er veðuráttina snertir. Strax í haust um rjettir vestuaði veðuráttan, og eptir veturnætur með hörðum frostum, stormum og óskapa fönnum og öllu þvi illu er slíku óveðri fylgdi. Fje hefur fennt hjá bændum, slormar hrakið það í sjó og vatnsföll, bráðapestin hefur fækkað því, og bændur verða í drjúgara lagi að taka til heyjanna; þeir hljóta að skera hjer af heyjum ef harðindunum heldur áfram. Svona er nú útlitið hjer á um áramótin, og má segja að árið 1873, er byrjaði svo vel, hafi orðið næsta enda- sleppt, og sannast á því máltækið, «enginn dag- ur er til enda tryggur». Af því vjer verðum að fara fljótt yfir, er það einungis stuttlega, að vjer lítum yfir hið liðnaár; atburðirnir á því eru svo kunnir, að þeir þurfa ei langrar lýsingar, og vjer minnumst því að eins stultlega á þá. Öll afiabrögð hafa verið í viðnnanlegu lagi á því liðna ári, og fiskiveiðarnar sem eru stundað- ar af svo mörgum manni hafa gefið meðal af- rakstur. Skepnurnar hafa gjört víðast hvar gott gagn að sumrinu til, þó að heyin að vetrinum til væru Ijelt. Skurðarfje hjer syðra var fremur vænt. Öll íslenzk vara seldist vel, og þegar á allt erlit- ið, samsvarar verðhækkunin á útlenzku vörunni ekki við hækkunina á hinni íslenzku ; þar eð hrossa- salan var svo arðsöm; á engu ári munu jafnmargir peningar hafa komið inn í landið, sem á umliðnu ári, og hefur þess í mörgu sjeð góðan stað. Verzlunarfjelögin hafa haft sama góða gang og í fyrra, þau sem voru stofnuð, hafa haldið á fram, og ný fjelög hafa farið á stað; verði nú vel álialdið, farið með hyggni, framsýni og fremur öllu með varkárni, og eigi of hart í fyrsta spretti, má fullyrða að fjelög þessi munu blómgast, og gefa góðan arð með tímanum. þegar litið er á það fje sem lagt er í þessi fjelög, verður því ekki neitað, að íslendingar eiga nú góðan hlutaísinni eigin verzlun, þar þeir engan áttu fyrir nokkrum árum, og getur slíkt talist til framfara vorra. Fje það sem nú er lagt í verzlunarfjelög, (nærfellt IbOjOOOrd.1) er gróði, sem landsmenn hafa sett fastan, og sem á að bera þeim árlegan arð. Auk þessa hafa nokkrir menn aukið þilskipastól sinn, 1/ petta er ab víea nokkub byggt i ágizkuo. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.