Tíminn - 11.02.1874, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.02.1874, Blaðsíða 4
12 ár, og væri þá sjálfsagt að mega endurkjósa þá í stjórn þessa». Um þennan brjefkafla erum vjer höfundinum alveg samdóma og ieyfum vjer oss hjer með að vekja athygli manna og einkum alþingis manna á því, að oss virðist, þessi tilhögun eða breyting sem höf. fer fram á, öldungis nauðsynleg, en yrði henni ekki gaumur gefinn, áiítum vjer hina bráð- ustu nauðsyn, að reist væri ný prentsmiðja hjer í Reykjavík, svo hinar skynsamlegu hreifingar, gætu án tálmunar komið fyrir almenningssjónir. Ábm. DÓMKIRKJAN í REYKJAVÍK er nú farin að ganga af sjer að utanverðu, allt fyrir það, þótt opt hafi verið lappað upp á hana fyrir ærna fje; að innan eru hurðir og skrár farn- ar að bila, svo eigi er hægt að hafa kirkjuna aptur í hvassviðri fyrir hristing og hurðahringli, svo að hneyxli verði eigi að. Eigi heldur sýnist að rauði liturinn, er klesst var innan um hana hjerna um árið og rauðlitaði flíkur manna, ætli að verða varanlegur, þó að kostaði ærið fje. En eigi eru nú þessi atriði einasta umtalsefnið, heldur hitt, sem snertir söfnuðinn í heild sinni, hve kirkj- an er oflítil, bæði á hátíðum og víð ýms tækifæri. Til að ráða bót á þessu sýnist liggja næst, að stækka kirkjuna, með krossbyggingu eða á lengd- ina, ellegar þá að byggja nýja kirkju fram á nesi eins og áður var, þá í 3. lagi, að afieggja DANSKAR bámessur annan daginn á hverri stórhátíð, fólk fer gjarnast í kirkju, á hátíðum, eptir gamalli siðvenju og kristilegri hjer á landi, en hjer er eigi nema um einn hátíðisdaginn að gjöra, í staðin fyrir tvo, ef íslenzka væri viðhöfð, og fólk gæti skiptst um með kirkjuferðir, fyrir utan það að danskar mess- ur eru óþarfar hjer á landi, og eiga sjer eigi stað annarstaðar á landinu, þar sem líkt ástendur, þær áttu sjer heldur eigi stað í dómkirkjum landsins fyrr en 1805 komst það á. Að á þessu verði ráðin bót hið allráfyrsta, er um viðgóðr- ar vonar um, að framkvæmdin og ráðsmennsk- an verði engan veginn innifalin í tómri innheimtu Ijóstollanna, heldur einnig í því, að gefa rúm ungum sem gömlum í forgarði friðarins, þegar þeir leita þangað á næðisstundum sínum. Kristinn. (Aðsent). í þann tíma bar það tii, að bæta átti veg nokkurn, þar eð á honum voru hlykkir miklir, og hann þótti blautur mjög, svo heimsins börn áttu torsótt yfirferðar, þá aumkaðist vega- nefndin í sínu hjarta, og sagði: «Vjer viljum gjöra láta veg handa heimsins börnum, sem hvorki hefur hlykk nje hrukku, svo þau steyti eigi fót sinn við steini». Og sjá, hún Ijet snúru leggja, grindverk flytja, hús burt rífa, svo vegurinn skyldi beinn verða, sem geisli sólar; og hún ljet aka ofan í veginn, einliverjn því, er henni þótti hagkvæmt mjög. Og sjá, gtuggar himinsins opn- uðust, og nokkrir vatnsdropar fjellu á jörð- ina; og sjá, vegurinn varð svo mjúkur, að heims- ins börn þurftu eigi skólaus nje sárfætt að verða, en J>að var gott, því þá var mikil skinnaekla í landinu. Og sjá veganefndin gekk út, lagði hönd fyrir auga, leit yfir það sem hún hafði gjöra látið, og sjá, það var Iiarla gott. UM þJÓÐHÁTÍÐINA. það er nú búið að rita margt og mikið um þjóðhátíðina í blöðum vorum, en oss finnst eng- inn hafi um hana ritað, eins og vera skyldi og vera bæri. þetta á, og ætti að vera mikil minn- ing hjá oss íslendingum, og svo, að ungir og gamlir hefðu hana í minni, lengur en til næstu helgar. Hún er nú skipuð, eins og allir vita, sunnu- daginn 2. ágústmánaðar, og á þá að halda guðs- þjónustugjörð í öllum aðalkirkjum landsins, en þar sem útkirkjur eru, á hún að haldast næsta, næsta og næsta sunnudag, og þar sem eins stendur á, t. d. í Torfastaðaprestakalli í Árnessýslu, verður þjóðhátíðar-guðsþjónustugjörðin á hinum 4. sunnu- degi — mikil eru verkin drottins — en meiri þó mannanna — sagði kerlingin, en henni varð mis- mæli. En hver ræður þessu? hver gjörir þetta?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.