Tíminn - 11.02.1874, Side 5

Tíminn - 11.02.1874, Side 5
13 hver hefur beðið um þetta? og hver skipar þetta? Yjer vitum það reyndar ekki gjörla. J>egar vjer nú ritum nokkuð alvarlega og það sem oss í brjósti býr, um þetta mikilvæga mál, sem oss hefur kostað talsverða peninga (sjá al- þingistíðindin frá fleiri þingum), þá sjá allir menn hvað þessi tilhögun er leiðinlega hugsuð og ekki eptir anda flestra íslendinga að þjóðhátíð þeirra skyldi þó ekki geta orðið að minnsta kosti tví- helg eins og þrjár stórhátíðirnar á ári hverju eru, og júbilhátíðin forðum var. Vjer sting- um því upp á og höldum því þess vegna fast fram, að hún verði þó meiri en þær, og verði haldin í nafni heilagrar þrenningar, hvern daginn eptir annan í röð, og með því yrði hún minnis- stæðari, og ekki sundurslitin með 6 daga millibili; því vjer ímyndum oss, að engir hvorki lærðir nje leikroenn, telji það með skaða sínúm, þar sem hún (þjóðhátíðin) kemur ekkifyrirnema lOOOasta hvertár. Út af þessu ofantalda skorum vjer fastlega á biskup vorn, að hann ráði bót á þessu, eður breyti þessu, og reyni að sjá svo um að þjóðhá- tíð vor verði haldin eins og að ofan er á minnst; með því gæti allt lagast og orðið minnisstœðara og hátíðlegra, því með þessu gæti hún í öllum prestaköllum landsins orðið haldin í röð, og það þó 4 kirkjur væru í því, þar eð um þann tíma árs mætti þó einn daginn prjedika á tveim kirkj- um sama daginn. |>að er eun eitt, er vjer viljum benda á, þessu máli voru til sönnunar, hvað hin áður auglýsta til- högun mun verðaóvinsæl, þar sem um þennan eina dag er að ræða, það er þá nefnilega það, að sjálf dómkirkjan hjer í Reykjavík getur ekki tekið á móti nema 1/a—Vs af eóknarinnar börnum, svo við það verða hinir útilokaðir frá guðsþjónustugjörðinni á þjóðhátíðinni, eða á þá að halda áfram 2 eða 3 sunnudaga hjer hvern á eptir öðrum, svo allir geti orðið guðsþjónustugjörðarinnar aðnjótandi? eða eiga þeir þá að missa hennar á þessari 1000 ára hátíð, sem ekki verða fyrstir að komast ( kirkjuna? eins og hjer á sjer stað einkum á hátíðum fyrir rúmleysi kirkjunnar. | BRYNJÓLFUR BJARNARSON, dáinn 19. júní 1872» 1. Á hjóli veltist hryggð og gleði, sem heitt og kalt æ breyting fær. J>ótt sólin bliðu glæði geði, er geislum stráir nær og fjær, fyr en oss varir þekja þrátt kann þrumusorti loptið blátt. 2. Um morgun gott til margur hyggur, að mega faðma kæran vin, að kveldi dags er látinn liggur, og ljósið augna missir skyn; en angist skerðir fró og frið, því flestir megum búast við. 3. Heilskygnir allir þó nú þekki, að þetta viðgengst manns á leið, oss brestur þrek að það ei hnekki þolgæði voru lífs uin skeið; því straumi-skapa standa mót nóg sterkan vjer ei berum fót. 4. Menn reyna þrátt að verður varla þess varizt, að oss hugarstætt er, þegar vinir vorir falla, sem viður skildu lif ágætt, fjölnýtir, miðjum aldri á, mót ósk og von í heljardá. 5. þungt er að heyra lagstan liðinn, af lýðum þreiðan dánumann, hinn mæra Brynjólf Bjarnar niðinn; þess bera margir vitni’, að hann var listum gæddur trú og tryggð, bar tállaust geð, sem unni dyggð. 6. Ei er nú furða sveit þó sakni, er sæmdarmannsins heyrir lát, nje þótt að angurs undir vakni, og augun vina fyllist grát; því stilling hans og góðfúst geð er gumum næsta fáum ljeð. 7. Yður nú sár í sár var höggvið, er syrgið návist ektamanns. Huggist, og yður á því glöggvið, að unnið hefur sigurkranz kappinn er sýndi þreklynt þel og þolinmóður barðist vel. 8. Horöð alföðurs upp til ranna

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.