Tíminn - 11.02.1874, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.02.1874, Blaðsíða 6
14 með endurskerptri trúarsjón; sjáið í ftokki frelstra manna hvar fagnar sá við dýrðartrón, sem yður gladdi lifs á leið, og leið sem hetja kross og neyð. 9. Til hans, hin sömu lífs á töndin, að liðnum þrautum sorgarels endurleyst brunar bráðfleyg öndin á björtum vagni fagrahvels. Metið nú böl heims barnaspil, og berist örugg þangað til. 10. Nú ertu vinur hafinn hærra, en hugmynd fái til þín náð; þitt verkasvið er vorðið stærra, og verðkaup unnið iengi þráð. Vjer mænum upp, en minning þín býr meðal vor unz lífið dvín. G. Torfason. 1. VÍSA iir dauðaóð Sigurðar Breiðfjörðs sál. (eptir minni, vísurnar voru 5, en 4 eru týndar). Sál mín þú líkjast svani skalt þeim hvíta, er syngjandi að dauðans porti fer, hröð (glöð) þjer upp til himins ljósa flýta, hvar þúsund fegri söngvar mæta þjer. ÁRFERÐI OG FRJETTiR. Síðan á nýári heíur veðuráttan hjer á Suð- urtandi verið þannig: Fyrst kafaldshríðar af norðri með grimmdarfrosti, eða blotar þess á milli er hvorttveggja hefur ollað jarðbönnum og áfreðum. Frostin hafa stígið mest: 4. jan. 15° R, en á Giisbakka varð það 18° R, aptur hjer 13. og 15. s. mán. 15°, svo 18. 17—18° og 23. 18°. En svo kom hláka 27.-28. sama mán., svo snjó leysti nokkuð og jarðir komu upp hjer um pláz og um Borgarfjörð. 29. gekk í útsynning með jelagangi í 2 daga, og spillti högum, en aptur hreinsuðust nokkuð hagar í mara þeim er kom 31. s. m. Síðan hefur verið veðurblíða með frost- hægðum. í gær og í dag er mara hláka. — Með sjómönnum er nýlega komu aö norð- an er að frjetta snjódýpt og jarðbannir yfir allt norðurland, rneð frostgrimmdum er varð hæst 22° R., 14. jan. í Eyjafirði. Hafþök af ís fyrir norðurlandi og hann verið samfrosta við lagnað- arísinn. í hríðunum um Jólin varð farandi mað- ur úti í Skagafirði. 3 birnir höfðu komið á land í vetur á Ströndum, og verið þegar unnir. — Með sendimanni Indriða Sigurðssyni frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal er kom hjer 7. þ. m., bárust þessar frjettir úr brjefum frá norður- landi: 15. jan. «Á veturnóttum mátti heita að hver skepna kæmi hjer (í Fnjóskadal) á gjöf, snjór- inn kom þá dæmalaus, að mikilleik og þar með áfreði, þó víða hafi komið upp nokkur jörð, horfir samt harðindalega á, nú um stundir. Næstliðinn mánudag (12. s. m.) var hjer einhver hin grimm- asta hríð á norðan með hvassviðri og frosti fram úr hófi, fylltist þá allt af hafís, er fraus samanvið lagnaðarísinn». . . . Ur öðru brjefi, 10. janúar : "Næstliðinn sunnudag (4. s. m.) var 19° frost í Fnjóskadal, í dag er 14° frost með bruna stór- hríð» . . . og af 18. s. m. frá Akureyri: «Hjer er staklega hörð veðurátta, svo að mönnum býður við ef lengi helzt, mjög lítið um jörð, þar sem venjulega er hagasælt; augalaust af hafís inn á Leiru, er rak inn í stórhríðinni II.—12. þ. mán. engin höpp hafa fengist með þessum ís, utan í vök nálægt Skjaídarvík, náðust 13 hnýsur; ein- stöku menn hafa fundið í ísnum dálítið af reka- smælki, og 2 allvænar spítur» . . . «eigi sjest hjer út fyrir hafísinn af háfjöllum» . . . «Merkismanna lát eru fá, Jón bóndi Gíslason á Þrjúgsá í Eyja- firði dó í vetur, bókmennta- og gáfumaður». U t s v a r óðalsbónda Sigurjóns Jóhannes- sonar á Laxamýri til fátækra í Húsavíknrhreppi hafði verið næstliðið haust 3 14 rd., sem mun dæmafátt, ef ekki dæmalaust hjer á landi, að bóndi, sem ekki á þó meir en hjer um hátt á annað hundrað hundraða í fasteign, skuli þurfa á einu ári að svara slíku stórfje út, og auk þess árlega, að gefa öðrum fátækum annað eins eða meira fje. þess væri óskandi að land vort ætti marga slíka stórbændur og göfuglynda bjargvætti». — "Þriðjudaginn II. þ. mán. (nóv), voru sjó- menn að beita línu, á Syðri-Haga áÁrskógsströnd, sáu þeir þá glampa mikinn á norðvesturloptinu í stefnu yfir Krossahnjúk, brátt varð glampi þessi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.